Garðbæingar unnu afar mikilvægan sigur á Víkingum í lokaumferð helgarinnar. Mynd: GB

Taflfélag Garðabæjar vann sigur á Víkingaklúbbnum í fimmtu umferð Kvikudeildarinnar sem fram fór í dag. Liðin eru jöfn á toppnum, í hálfleik, með 8 stig og það stefnir í æsispennandi toppbaráttu í síðari hlutanum. Taflfélag Reykjavíkur er í þriðja sæti eftir að hafa lagt Skákdeild KR örugglega að velli. Botnbaráttan einnig galopnaðist þegar Skákdeild Breiðabliks vann Skákdeild Fjölnis. Þar vann Hilmir Freyr Heimisson Héðin Steingrímsson í magnaðri fórnarskák á fyrsta borði.

Úrslit dagsins má finna á Chess-Results.

Staðan eftir fyrri hlutann

  1. Víkingaklúbburinn 8 stig (26½ v.)
  2. Taflfélag Garðabæjar 8 stig (25½ v.)
  3. Taflfélag Reykjavíkur 6 stig
  4. Skákdeild KR 4 stig
  5. Skákdeild Fjölnis 2 stig (15 v.)
  6. Skákdeild Breiðabliks 2 stig (13½ v.)

Nánar á Chess-Results. 

Sex lið tefla í Kvikudeildinni og tefla þar tvöfalda umferð. Síðustu fimm umferðirnar fara fram í mars.

1. deild

Hver segir að skák þurfi að vera skemmtileg? Alvarlegir Eyjamenn eru á toppnum. Mynd: GB

Skákfélag Akureyrar og Taflfélag Vestmanneyja hafa bæði fullt hús stiga. Það stefnir í einvígi þessara félaga um sæti í Kvikudeildinni að ári. B-sveit Breiðabliks er í þriðja sæti með 6 stig.

Nánar á Chess-Results

2. deild

B-sveit Víkingaklúbbsins er efst með fullt hús stiga. Skáksamband Austurlands er í öðru sæti með 6 stig. Vinaskákfélagið og c-sveit Taflfélag Garðabæjar eru í 3.-4. sæti með 5 stig.

Nánar á Chess-Results. 

3. deild

B-sveit Skákdeildar KR er á toppnum með 8 stig. Skákfélag Sauðárkróks og c-sveit Breiðabliks eru í 2.-3. sæti með 6 stig.

Nánar á Chess-Results.

4. deild

Þar tefla 16 sveitir 7 umferðir eftir svissneska kerfinu

C-sveit KR er á toppnum eftir sigur á Goðanum. Mynd: GB

C-sveit Skákdeildar KR er á toppnum með fullt hús stiga. C-sveit Víkingaklúbbins er í öðru sæti með 7 stig. Dímon er í þriðja sæti með 6 stig.

Nánar á Chess-Results.