Víkingaklúbburinn hélt áfram sigurgöngu sinni í fjórðu umferð Kvikudeildarinnar í gær. Víkingar lögðu þá Skákdeild KR örugglega að velli. Hafa fullt hús stiga, átta talsins, eftir umferðirnar fjórar. Taflfélag Garðabæjar vann Skákeild Breiðabliks afar sannfærandi. Garðabæingar eru í öðru sæti með 6 stig. Þessi lið mætast í dag í lokaumferð fyrri hlutans. Afar mikilvæg viðureign. Getur Víkingklúbburinn náð 4 stiga forystu eða ná Garðbæingar þeim að stigum? Fjölnir og Taflfélag Reykjavíkur gerðu jafntefli.
Úrslit gærdagsins má finna á Chess-Results.
Staðan að loknum fjórum umferðum
- Víkingaklúbburinn 8 stig
- Taflfélag Garðabæjar 6 stig
- Taflfélag Reykjavíkur 4 stig (16 v.)
- Skákdeild KR 4 stig (15½ v.)
- Skákdeild Fjölnis 2 stig
- Skákdeild Breiaðbliks 0 stig.
Umferðin í dag er reyndar ákaflega mikilvæg. TR og KR mætast í baráttu miðjulðanna. Svo verður botnbaráttuslagur Fjölnis og Breiðabliks. Öll lið þurfa sigri á að halda eða eiga a.m.k. illa við því að tapa.
Umferð dagsins dagsing hefst kl. 11
1. deild
Í öðrum deildum en Kvikudeildinni er þremur umferðum lokið.
Taflfélag Vestmannaeyja og Skákfélag Akureyrar eru á toppnum með fullt hús stiga, sex talsins. B-sveit Breiðabliks og Skákgengið eru í 3.-4. sæti með 4 stig.
Baráttan um sæti í Kvikudeildinni að ári virðist vera á milli TV og SA.
2. deild
B-sveit Víkingaklúbbsins og Skáksamband Austurlands hafa fullt hús stiga. C-sveit TR er í þriðja sæti með 4 stig. Stefnir í jafna og spennandi baráttu um efstu sætin.
3. deild
B-sveit KR hefur fullt hús stiga. C-sveit Breiðabliks og d-sveit TG eru í 2.-3. sæti með 5 stig. KR-ingar virðast vera öflugistir um baráttan um annað sæti gtæi verið mjög spennandi.
4. deild
Þar tefla 16 sveitir 7 umferðir eftir svissneska kerfinu
C-sveit KR er efst með fullt hús stiga. Goðinn og c-sveit Víkingaklúbbsins koma næst með 5 stig. Mjög spennandi toppbarátta framundan.