Víkingar hafa 9 fingur á Íslandsmeistaratitlinum. Mynd: GB

Víkingaklúbburinn hefur níu fingur á Íslandsmeistaratitlinum að lokinni níundu umferð Kvikudeildarinnar í kvöld. Víkingum dugar að tapa að nái þeir 2½ vinningi af 8 mögulegum gegn Taflfélagi Garðabæjar í lokaumferðinni á morgun.

Víkingar unnu öruggan 6-2 sigur á Skákdeild KR í kvöld. Á sama tíma vann Taflfélag Garðabæjar Skákdeild Breiðabliks með sama mun. Víkingar hafa 3½ vinninga forystu á Garðbæinga sem þýðir að þeir þola þriggja vinninga tap í lokaumferðinni. Mega hins vegar ekki tapa 2-6.

Taflfélag Reykjavíkur lagði Skákdeild Fjölnis einnig 6-2. KR-ingar eru öruggir um að halda sæti sínu í Kvikudeildinni. Á morgun fer fram fallbaráttuslagur á milli Breiðabliks og Fjölnis. Blikar þurfa sigur, þótt verði með minnsta mun, til að halda sæti sínu. Grafarvogsbúum dugar jafntefli.

Staðan

 1. Víkingaklúbburinn 16 stig (50½ v.)
 2. Taflfélag Garðabæjar 14 stig (47 v.)
 3. Taflfélag Reykjavíkur 12 stig (42 v.)
 4. Skákdeild KR 5 stig (29 v.)
 5. Skákdeild Fjölnis 4 stig (24½ v.)
 6. Skákdeild Breiðabliks 3 stig (23 v.)

Tíunda og síðasta umferð fer fram á morgun. Þá mætast.

 • Taflfélag Garðabæjar – Víkingaklúbburinn
 • Fjölnir – Breiðablik
 • KR – Taflfélag Reykjavíkur
 1. deild

Taflfélag Vestmannaeyja vann 3½-2½ sigur á Skákdeild Akureyrar í kvöld. Þeim dugar að gera 3-3 jafntefli í lokaumferðinni gegn b-sveit Breiðabliks til að tryggja sæti í Kvikudeildinni að ári. Tapi þeir er hætta á að Akureyringar laumist upp fyrir þá.

Það liggur fyrir að b-sveit Akureyringa og Hrókar alls fagnaðar falla niður í 2. deild.

Röð efstu liða

 1. Taflfélag Vestmannaeyja 12 stig (26½ v.)
 2. Skákfélag Akureyrar 10 stig (25 v.)
 3. Breiðablik, b-sveit 10 stig (22 v.)

Staðan í Chess-Results

2. deild

B-sveit Víkingaklúbbsins er efst með 11 vinninga og hefur tryggt sér sigur í deildinn og þar með sæti í 1. deild að ári. Mikill barátta er um hins vegar um hvaða sveit fylgir þeim upp.

Aðeins kraftaverk getur bjargað SSON og b-sveit Fjölnis frá falli.

Röð efsta liða

 1. Víkingaklúbburinn-b 11 stig (24 v.)
 2. Vinaskákfélagið 8 stig (23 v.)
 3. Taflfélag Garðabæjar c-sveit (21 v.)
 4. Skáksamband Austurlands 8 stig (19½ v.)

Chess-Results. 

3. deild

B-sveit Skákdeildar KR hefur tryggt sér sæti í 2. deild að ári. Barátta er hins um hvaða sveit fylgir þeim upp.

Rétt eins og 2. deild stefnir flest til þess að sveitir SA og SSON falli um deild

Röð efstu liða

 1. Skákdeild KR b-sveit 11 stig (28 v.)
 2. Skákdeild Breiðabliks c-sveit 9 stig (22½ v.)
 3. Taflfélag Garðabæjar d-sveit 9 stig (19½ v.)

Chess-Results. 

4. deild

C-sveit KR hefur tryggt sér sigur og þar með sæti í 3. deild að ári.

Röð efstu liða

 1. Skákdeild KR 12 stig (27 v.)
 2. Víkingaklúbburinn 9 stig (22 v.)
 3. Skákfélagið Goðinn 8 stig (23 v.)

Staðan á Chess-Results.