Ferðakostnaður

Skáksamband Íslands mun greiða ferðakostnað utan stór-Reykjavíkursvæðisins (Selfoss er innan þess svæðis) samkvæmt reikningum fyrir sveitir í 1. og 2. deild. Miða skal við einn brottfararstað á hverju svæði, t.d. Akureyri, Egilsstaði, Ísafjörð. Sami háttur verður hafður í 3. og 4. deild og áður, þ.e. þátttökugjöld eru lág en sveitirnar verða alfarið að sjá um ferðakostnað á skákstað.