Mótsreglur Íslandsmóts skákfélaga 2024-25

Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga 2024-25 fer fram dagana 3.-6. október nk. Fyrri hlutinn fer fram í Rimaskóla.

Fyrsta umferð (eingöngu í úrvalsdeild) mun hefjast kl. 19.00 fimmtudaginn 3. október.

Aðrar deildir munu hefjast föstudaginn 4. október kl. 19:00. Síðan verður teflt laugardaginn 5. október kl. 11.00 og kl. 17.30 sama dag. Síðasta umferðin í fyrri hlutanum hefst kl. 11.00 sunnudaginn, 6. október. Allar deildir hefjast á sama tíma.

Síðasti möguleiki fyrir félagaskipti er 13. september kl. 23:59. Skákmenn án félags og alþjóðlegra kappskákstiga eru undanþegnir þeim fresti.

Í úrvalsdeild verða tímamörkin 90 mínútur á fyrstu 40 leikina auk þess sem 15 mínútur bætast við á hvorn keppenda eftir 40 leiki + 30 sekúnda viðbótartími eftir hvern leik. Í öðrum deildum verður umhugsunartími 90 mín. á skákina + 30 sek. viðbótartími eftir hvern leik.

Þátttökugjöld 2024-25 verða

• Úrvalsdeild 140.000 kr.
• 1. deild 95.000 kr.
• 2. deild 45.000 kr.
• 3. deild 35.000 kr.
• 4. deild 25.000 kr.

SÍ endurgreiðir ferðakostnað innanlands, fyrir þá sem koma langt að. Allt að kr. 30.000 kr. í úrvalsdeild fyrir þá sem tefla allar fimm umferðirnar en kr. 15.000 kr. fyrir aðra í úrvalsdeild og í 1. fyrstu deild gegn framvísun kvittana. Ekki er endurgreiddur ferðakostnaður fyrir aðrar deildir.

Skráning fer fram á Skák.is (guli kassinn).

Skráningarfrestur er til 10. september 2024 í úrvalsdeild, 1. deild, 2. deild og 3. deild en til 27.september í 4. deild.

Síðari hluti mótsins fer fram 27. febrúar til 2. mars 2025.

 MÓTSREGLUR

Mæta þarf innan 30 mínútna eftir að umferð hefst. Annars er dæmt tap.

Öll notkun rafeindatækja (símar, snjallúr, heyrnartól) er stranglega bönnuð í skáksal. Mælt er með keppendur geymi í bíl eða í geymslu hjá skákstjóra. Að öðrum kosti geta skákstjórar dæmt tap á keppendur.

Skv. nýjum reglum FIDE er liðstjóum að hafa afskipti af einstökum skákum á meðan teflt er. Ekki má gefa ráð um jafntefliboð eða svara spurningum í þá veru. Ef keppendur þurfa nauðsynlega að tala við liðsstjóra (þá um eitthvað annað en um þá skák sem er í gangi) skal gera það í návist skákstjóra.

LÖG OG REGLUR

Mótsstjórn Íslandsmóts skákfélaga: Stjórn SÍ