Mótsreglur

Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga 2022-2023 fer fram dagana 13.-16. október nk. Fyrri hlutinn fer fram í Fjölnishöllinni í Egilshöll. Fyrsta umferð (eingöngu í úrvalsdeild) mun hefjast kl. 19.30 fimmtudaginn 13. október og fer fram í Rimaskóla.

Aðrar deildir munu hefjast föstudaginn 14. október kl. 19:30. Síðan verður teflt laugardaginn 15. október kl. 11.00 og kl. 17.00 sama dag. Síðasta umferðin í fyrri hlutanum hefst kl. 11.00 sunnudaginn 16. október.

Síðasti möguleiki fyrir félagaskipti er 23. september kl. 23:59. Skákmenn án félags og skákstiga eru undanþegnir þeim fresti.

Umhugsunartími er 90 mín. á skákina + 30 sek. viðbótartími bætist við eftir hvern leik.

Þátttökugjöld 2022-23 verða sem hér segir:

• Kvikudeildin 132.000 kr.
• 1. deild kr. 88.000 kr.
• 2. deild kr. 44.000 kr.
• 3. deild kr. 33.000 kr.
• 4. deild kr. 22.000 kr.

SÍ endurgreiðir ferðakostnað innanlands, fyrir þá sem koma langt að. Allt að kr. 30.000 kr. í úrvalsdeild fyrir þá sem tefla allar fimm umferðirnar en kr. 15.000 kr. fyrir aðra í úrvalsdeild og í 1. fyrstu deild gegn framvísun kvittana. Ekki er endurgreiddur ferðakostnaður fyrir aðrar deildir.

Skráning fer fram á Skák.is (guli kassinn). Skráningarfrestur er til 20. september 2022 í úrvalsdeild, 1. deild, 2. deild og 3. deild en til 6. október í 4. deild.

Síðari hluti mótsins fer fram 16.-19. mars 2023.

UMHUGSUNARTÍMI OG MÓTSREGLUR

Mæta þarf innan 30 mínútna eftir að umferð hefst. Annars er dæmt tap.

Öll notkun síma er stranglega bönnuð í skáksal. Gefi sími frá sér hljóð ber skákstjóra að dæma tap á viðkomandi.

Sérstaklega er áréttað við liðsstjóra að nota aldrei síma í skáksalnum ná á því svæði frammi sem skákmenn geta farið á meðan teflt er. 

LÖG OG REGLUR

Mótsstjórn Íslandsmóts skákfélaga: Stjórn SÍ