Skák á Twitch

Beinar skákútsendingar á útsendingaþjónustunni Twich njóta sívaxandi vinsælda.

Ótrúlegur fjöldi skákmanna, jafnt áhugamanna sem bestu skákmanna heims (t.d. Carlsen og Caruana) streyma skákefni á Twitch. Efnistökin eru fjölbreytt, allt frá fræðslu yfir í skákmót sem áhorfendur geta tekið þátt í.

Hér til hliðar er listi yfir þær rásir sem eru í beinni útsendingu núna en úrvalið á hverjum tíma getur verið misjafnt.