Drekaafbrigðið - Bitoon - Wesley So 2010

Drekaafbrigðið er ein hvassasta leið svarts í Sikileyjarvörn. Svartur skásetur svartreitabiskup sinn á g7 og fær jafnan nokkuð góð færi á drottninarvæng. Hvítur sækir jafnan á kóngsvæng svo skákir í drekaafbrigðinu verða oftast mikið kapplaup um það hvor er á undan að máta andstæðing sinn.
383
0
0

Drottningarbragð - Kasimdzhanov - Kulhanek 2007

Drottningarbragð er ein af elstu og klassískustu skákbyrjunum. Baráttan snýst strax um tök á miðborðinu og felur í framhaldinu í sér talsverða liðsflutninga og stöðubaráttu. Drottningarbragð hefur í gegnum tíðina mikið verið teflt í heimsmeistaraeinvígjum, án nokkurs vafa vegna þess hversu traust afbrigðið er, bæði fyrir hvítan og svartan.
408
1
0

Kóngsindversk vörn - Ftacnik - Cvitan 1997

Kóngsindversk vörn er byrjun þar sem svartur skásetur svartreitabiskup sinn snemma á g7 gegn drottningarpeðsbyrjun hvíts. Hvítur fær frjálsar hendur á miðborðinu en svartur sækir að því úr fjarska. Oftast fær svartur sóknarfæri á kóngsvængnum en hvítur á drottningarvængnum.
178
1
0

Enski leikurinn - Botvinnik - Portisch 1968

Enski leikurinn er sveigjanleg vængbyrjun. Sveigjanleg að því leyti að hvítum stendur í raun til boða að berjast um miðborðið annaðhvort með mönnum sínum eða peðum. Í flestum tilfellum skásetur hvítur biskup sinn á g2 og sækir á drottningarvængnum. Byrjunin leiðir oftast af sér mikla stöðubaráttu.
177
0
0

Ítalski leikurinn - Jón Viktor - Slobodjan 2001 og Jón Viktor - Fiona Steil Antoni 2008

Ítalski leikurinn er ein af klassísku byrjununum og sú sem flestir byrjendur læra fyrst. Ástæðan fyrir því er að byrjunin er frekar einföld og hugmyndirnar skýrar. Hvítur reynir annaðhvort að ná tökum á miðborðinu með því að leika d4 snemma, eða að hann heldur miðborðinu lokuðu og undirbýr sókn á kóngsvæng.
207
1
0

Caro Kann vörn - Ganguly - Jakovenko 2008

Caro Kann vörn er ein traustasta byrjun sem til er. Svartur stillir peðum sínum jafnan upp á hvítu reitunum, c6 og e6, svo oft reynist erfitt fyrir hvítan að brjótast í gegnum varnarmúrana. Hvítur sækir yfirleitt á miðborði eða á kóngsvæng en svartur á drottningarvæng.
162
3
0

Spænski leikurinn - Karpov - Unzicker 1974

Lærdómsrík módelskák í spænska leiknum. Karpov yfirspilar andstæðing sinn, Unzicker, í skák þeirra frá árinu 1974.
128
0
0

Slavnesk vörn - Agdestein - Anand 1993

Slavnesk vörn er traust byrjun sem svartur getur teflt gegn drottningarbragði hvíts. Svartur fær jafnan frekar trausta stöðu sem byggir á svipaðri peðastöðu og í Caro Kann vörn, með peðin á c6 og e6. Í framhaldinu reynir svartur að losa um sig með því að brjótast fram á miðborðinu með því að leika c5 eða e5.
88
1
0

Miðbragð - Róbert Lagerman - Jirka 2001

Miðbragð er sjaldgæf byrjun þar sem hvítur brýst strax fram á miðborðinu áður en hann kemur mönnum sínum út. Þetta leiðir af sér að hann lendir snemma á flandri með drottninguna sína en fær þess í stað tækifæri til að hrókera langt og sækja á kóngsvængnum. Skákir sem koma upp úr Miðbragði geta snemma orðið mjög spennandi þar sem keppendur sækja á andstæðum væng. Íslensku skákmeistararnir Róbert Lagerman og Þröstur Þórhallsson hafa oft teflt Miðbragð með góðum árangri.
102
0
0

Kóngsbragð - Anderssen - Kieseritzky 1851

Kóngsbragð er gömul og rómantísk byrjun. Hvítur fórnar peði strax í öðrum leik með því að leika f4. Í framhaldinu getur hvítur fengið mjög hættuleg sóknarfæri en viti svartur hvað hann á að gera ætti hann að standa nokkuð vel. Kóngsbragð leiðir yfirleitt af sér mjög spennandi og snarpar skákir.
143
0
0

Chebanenko afbrigðið - Inngangur

Inngangur að Chebanenko afbrigði slavneskrar varnar, sem einkennist af leiknum ...a6.
160
1
1

Chebanenko afbrigðið - 5. cxd5

Uppskiptaafbrigðið er einn möguleiki hvíts gegn Chebanenko afbrigðinu. Hér er ég með nokkrar athyglisverðar hugmyndir fyrir svartan gegn uppskiptaafbrigðinu.
54
0
0

Chebanenko afbrigðið - 4. e3

4. e3 er traust leið fyrir hvítan til þess að mæta slavneskri vörn.
81
0
0

Chebanenko afbrigðið - 5. a4

5. a4 er eðlilegur leikur sem kemur í veg fyrir framrás svarts á drottningarvængnum með ...b5. Aftur á móti skilur leikurinn b4-reitinn eftir veikan og það getur svartur nýtt sér.
51
0
0

Chebanenko afbrigðið - 5. c5

Þegar hvítur læsir miðborðinu með 5. c5 þarf svartur að leita mótspils annaðhvort með því að leika ...e5 eða ...b6.
66
0
0
Sækja fleiri myndbönd...