Enski leikurinn er sveigjanleg vængbyrjun. Sveigjanleg að því leyti að hvítum stendur í raun til boða að berjast um miðborðið annaðhvort með mönnum sínum eða peðum.
Í flestum tilfellum skásetur hvítur biskup sinn á g2 og sækir á drottningarvængnum. Byrjunin leiðir oftast af sér mikla stöðubaráttu.