Kóngsindversk vörn er byrjun þar sem svartur skásetur svartreitabiskup sinn snemma á g7 gegn drottningarpeðsbyrjun hvíts.
Hvítur fær frjálsar hendur á miðborðinu en svartur sækir að því úr fjarska. Oftast fær svartur sóknarfæri á kóngsvængnum en hvítur á drottningarvængnum.