Miðbragð er sjaldgæf byrjun þar sem hvítur brýst strax fram á miðborðinu áður en hann kemur mönnum sínum út. Þetta leiðir af sér að hann lendir snemma á flandri með drottninguna sína en fær þess í stað tækifæri til að hrókera langt og sækja á kóngsvængnum.
Skákir sem koma upp úr Miðbragði geta snemma orðið mjög spennandi þar sem keppendur sækja á andstæðum væng.
Íslensku skákmeistararnir Róbert Lagerman og Þröstur Þórhallsson hafa oft teflt Miðbragð með góðum árangri.