Magnus Carlsen heimsmeistari í skák árið 2016

Heimsmeistaraeinvígið í skák árið 2016 fór fram í Bandaríkjunum í nóvember. Norski stórmeistarinn, og ríkjandi heimsmeistarinn, Magnus Carlsen atti kappi við Sergey Karjakin frá Rússlandi. Einvíginu lauk með 6-6 jafntefli og úrslit réðust ekki fyrr en eftir bráðabana í atskákum, þar sem Magnus tryggði sér sigurinn.
278
5
0

Aronian - Anand frá árinu 2013

Anand sigraði Levon Aronian glæsilega árið 2013 með nýjung í slavneskri vörn. Nýjung Anands og stórkostleg sóknartaflmennska hans var öll undirbúin ,,heima á eldhúsborðinu''.
93
0
0

Carlsen - Anand frá árinu 2013

Magnus Carlsen sigraði Anand í frábærri skák árið 2013, mánuði áður en þeir mættust fyrst í heimsmeistaraeinvígi.
69
0
0

Kramnik - Leko 14. einvígisskákin frá árinu 2004

Kramnik sýndi skákheiminum frábæra tækni þegar hann sigraði Peter Leko í úrslitaskák heimsmeistaraeinvígisins árið 2004.
59
1
0

Kasparov - Topalov frá árinu 1999

Kasparov - Topalov tefld á stórmótinu í Wijk aan Zee árið 1999. Skákin vakti mikla athygli fyrir glæsilega sóknartaflmennsku Kasparovs og flókna mátsókn.
82
2
0

Short - Timman frá árinu 1991

Ein óvenjulegustu lok nokkurrar skákar má sjá í sigurskák Short gegn Timman frá árinu 1991. Gott dæmi um hvernig nota má kónginn!
44
0
0

Jan Timman - Jóhann Hjartarson frá árinu 1988

Glæsileg sigurskák Jóhanns Hjartarsonar gegn Jan Timman frá Heimsbikarmótinu árið 1988.
102
1
0

Karpov - Kasparov 16. einvígisskákin frá árinu 1985

Kasparov fórnaði peði snemma í byrjuninni og uppskar mjög hættuleg færi. Hann þrengdi mjög að Karpov í framhaldinu og riddari Kasparovs á d3 var svo óþægilegur að honum var líkt við kolkrabba, með arma sína átta fálmandi út um allt!
65
0
0

Tal - Friðrik frá árinu 1975

Tal - Friðrik Ólafsson frá árinu 1975. Fléttumeistarinn Mikhail Tal er hér sigraður glæsilega með eigin vopnum. Friðrik fórnar drottningunni í tvígang og aldrei má Tal hirða hana.
136
4
0

Fischer - Spassky 6. einvígisskákin frá árinu 1972

Af mörgum talin ein best teflda skák sögunnar; sigur Fischers í 6. einvígisskák Einvígis aldarinnar er algjör perla!
81
0
0

Byrne - Fischer frá árinu 1956

Donald Byrne - Robert James Fischer frá árinu 1956. Fischer, sem var einungis 13 ára þegar skákin var tefld, tefldi hina fullkomnu sóknarskák gegn hinum reyndar meistara sem Byrne var. Skákin hefur verið köllum ,,skák aldarinnar''.
59
1
0

Lasker - Thomas frá árinu 1912

Hér eigast við Edward Lasker og George Thomas í skák frá árinu 1912. Lasker fórnaði drottningunni glæsilega og hrakti kóng svarts yfir allt borðið þar sem hann var mátaður á smekklegan hátt.
64
2
0

Lasker - Bauer frá árinu 1889

Í skákinni Emmanuel Lasker gegn J. Bauer frá árinu 1889 sjáum við fallegt dæmi um glæsilega sóknartaflmennsku. Lasker fórnar báðum biskupunum sínum fyrir stórsókn gegn svarta kóngnum.
55
3
0

Morphy gegn Isouard greifa og hertoganum af Brunswick frá árinu 1858

Morphy gegn Isouard greifa og hertoganum af Brunswick frá árinu 1858. Skemmtileg sóknarskák sem sýnir okkur hvernig hægt er að koma mönnunum hratt og örugglega á framfæri. Við sjáum dæmi um baneitraðar leppanir og fórnir sem leiða til máts!
97
3
0