Manngangurinn og virði taflmannanna
Í þessu myndbandi er farið yfir virði taflmannanna og hvernig má hreyfa þá.
Að byrja skák
Það er mikilvægt að velja sér góða leið til þess að hefja skákina. Aðalatriðið er að koma mönnunum á framfæri, berjast um miðborðið og koma kóngnum í skjól.
Að vinna skák
Til þess að vinna skák þarf að skáka og máta kóng andstæðingsins. Þetta getur reynst flókið fyrir suma en í þessu myndbandi förum við yfir, á einfaldan hátt, hvernig hægt er að skáka og máta!
Helstu skákreglur
Hér fer Björn Ívar yfir helstu reglur sem got er að þekkja áður en farið er á skákmót.
Gaffall
Þegar einn maður hótar mörgum í einum köllum við það gaffal. Í þessu myndbandi er farið yfir nokkur dæmi um gaffal í skák.
Leppanir
Taflmaður er leppur þegar hann getur ekki hreyft sig þar sem annar mikilvægur maður stendur fyrir aftan hann.
Hrókering
Að hrókera er leið til þess að koma kóngnum í öruggt skjól. Það getur verið mjög skynsamlegt að hrókera snemma í skákinni.
Að lofta út fyrir kónginn
Öryggi kóngsins er eitt það mikilvægasta í skák. Í þessu myndbandi er farið yfir hvernig bæta má kóngstöðuna.
Fráskák og tvískák
Fráskák og tvískák eru öflug vopn. Í þessu myndbandi förum við yfir hvernig hægt er að notfæra sér þau!
Úrvinnsla
Þegar við erum komin með vænlega stöðu fer málið að snúast um að vinna úr yfirburðunum. Að létta á stöðunni, fara í uppskipti og einfalda málið er það sem úrvinnsla, í unninni stöðu, snýst um.
Mát með drottningu
Í þessu myndbandi er farið yfir hvernig best er að máta með drottningu og kóng gegn kóngi andstæðingsins.
Mát með hrók
Í þessu myndbandi er farið yfir hvernig er best að máta með hrók og kóng gegn kóngi andstæðingsins.
Þvingandi leikir
Í skák er gagnlegt að temja sér að hugsa fyrst um þvingandi leiki - skákir - dráp - og hótanir.