Friðrik Ólafsson

Friðrik Ólafsson er fyrsti íslenski stórmeistarinn, fæddur árið 1935. Friðrik varð stórmeistari árið 1958. Hann hefur lagt marga heimsmeistara í skák, m.a. Bobby Fischer tvisvar! Friðrik hefur einnig starfað sem forseti alþjóðaskáksambandsins, FIDE. Friðrik hefur skemmtilegan sóknarskákstíl og nýtur sín best þegar hann hefur frumkvæðið. Af þessum sökum hefur Friðrik teflt margar glæsilegar skákir á ferlinum, fyrir okkur hin að njóta.
148
2
0

Guðmundur Sigurjónsson

Guðmundur Sigurjónsson er annar íslenski stórmeistarinn. Hann varð alþjóðlegur meistari árið 1970 og stórmeistari árið 1975. Hann hefur sigrað á sterkum Íslands- og Reykjavíkurmótum. Guðmundur hefur einnig sinnt starfi aðstoðarmanns og komið að þjálfun sterkra skákmanna.
108
3
0

Helgi Ólafsson

Helgi Ólafsson er þriðji íslenski stórmeistarinn. Hann varð alþjóðlegur meistari árið 1978 og stórmeistari í skák árið 1985. Helgi hefur náð 30. sæti á heimslistanum og lagt marga af sterkustu skákmönnum heims. Helgi hefur sex sinnum orðið Íslandsmeistari í skák, sigrað tvisvar á Reykjavíkurskákmótum og orðið hraðskákmeistari og atskákmeistari Íslands oftar en góðu hófi gegnir! Helgi er einnig virtur skákþjálfari og hefur komið að þjálfun sterkustu ungmenna Íslands um árabil.
219
7
0

Jón L. Árnason

Jón L. Árnason er sjötti stórmeistari Íslands. Hann varð heimsmeistari sveina árið 1977. Jón varð alþjóðlegur meistari árið 1979 og stórmeistari árið 1986. Hann hefur hvassan og mjög skemmtilegan sóknarskákstíl og nýtur sín best í flóknum og hvössum stöðum.
74
1
0

Þröstur Þórhallsson

Þröstur Þórhallsson er níundi stórmeistari Íslands. Þröstur varð alþjóðlegur meistari árið 1987 og stórmeistari árið 1996. Hann varð Íslandsmeistari árið 2012. Þröstur hefur afar næmt auga fyrir fléttum og hefur sérstaklega verið talað um hæfni hans til að beita riddurunum í sóknarstöðum. Af þessum sökum hefur hann oft verið kallaður riddarameistarinn!
77
3
0

Hjörvar Steinn Grétarsson

Hjörvar Steinn Grétarsson er þrettándi stórmeistari Íslands. Hann er margfaldur Íslands- og Norðurlandameistari í einstaklings- og sveitakeppnum. Hann varð alþjóðlegur meistari árið 2012 og stórmeistari árið 2013. Hjörvar hefur mjög góðan stöðuskilning og hefur einstaka hæfileika til þess að bæta stöðu sína jafnt og þétt og takmarka allt mótspil andstæðingsins.
115
1
0