Troitsky 1

Alexey Troitsky er talinn vera einn allra hugmyndaríkasti og skemmtilegasti skákdæmahöfundur sem uppi hefur verið. Skákdæmi hans sýna fram á hluti sem flestum skákmeisturum dettur varla í hug að séu mögulegir!
245
0
0

Troitsky 2

Annað skákdæmi frá Troitsky. Hér þarf hvítur að beita sérstökum aðferðum til þess að tryggja sér sigurinn!
122
0
0

Saveedra

Saveedra staðan er ein af þekktustu endataflsþrautum sem til eru. Hún er nefnd eftir spænskum presti, Fernando Saveedra, sem uppgötvaði vinningsleið í endatafli sem áður var talið vera jafntefli.
91
0
0

Réti

Ein lærdómsríkasta skákþraut sem sést hefur. Hvort er kóngurinn fljótari að fara beint eða á ská? Höfundur þrautarinnar, Richard Réti, var einn af sterkustu skákmeisturum heims í byrjun 20. aldar.
79
0
0

Bodo von Dehn

Brosleg skákþraut eftir þýska skákdæmahöfundinn Bodo von Dehn.
137
1
0

Luzhin

Staðan sem við sjáum hér kom upp í lokaatriði kvikmyndarinnar Luzhin defence. Myndin fjallar um hugsjúkan skákmeistara sem teflir um heimsmeistaratitilinn. Í biðstöðu úrslitaskákarinnar á hann ótrúlega fléttu sem getur tryggt honum sigurinn. Hvernig vinnur svartur?
64
0
0

Lazard 1

Ótrúleg skákþraut eftir franska skákdæmahöfundinn Lazard. Þessi er ekki auðveld!
54
0
0

Lazard 2

Önnur þraut eftir Lazard. Hvernig stöðvum við b-peð svarts?
52
0
0

Selesniev

Lærdómsrík þraut eftir rússneska höfundinn Selesniev. Hér þurfum við að passa okkur á því að það er ekki alltaf best að fá sér drottningu þegar peð kemst upp í borð.
44
0
0

Afek

Frábær skákþraut eftir ísraelska alþjóðlega meistarann og skákdæmahöfundinn Yochanan Afek.
98
1
0