Troitsky 1
Alexey Troitsky er talinn vera einn allra hugmyndaríkasti og skemmtilegasti skákdæmahöfundur sem uppi hefur verið. Skákdæmi hans sýna fram á hluti sem flestum skákmeisturum dettur varla í hug að séu mögulegir!
Troitsky 2
Annað skákdæmi frá Troitsky. Hér þarf hvítur að beita sérstökum aðferðum til þess að tryggja sér sigurinn!
Saveedra
Saveedra staðan er ein af þekktustu endataflsþrautum sem til eru. Hún er nefnd eftir spænskum presti, Fernando Saveedra, sem uppgötvaði vinningsleið í endatafli sem áður var talið vera jafntefli.
Réti
Ein lærdómsríkasta skákþraut sem sést hefur. Hvort er kóngurinn fljótari að fara beint eða á ská? Höfundur þrautarinnar, Richard Réti, var einn af sterkustu skákmeisturum heims í byrjun 20. aldar.
Luzhin
Staðan sem við sjáum hér kom upp í lokaatriði kvikmyndarinnar Luzhin defence. Myndin fjallar um hugsjúkan skákmeistara sem teflir um heimsmeistaratitilinn. Í biðstöðu úrslitaskákarinnar á hann ótrúlega fléttu sem getur tryggt honum sigurinn. Hvernig vinnur svartur?
Selesniev
Lærdómsrík þraut eftir rússneska höfundinn Selesniev. Hér þurfum við að passa okkur á því að það er ekki alltaf best að fá sér drottningu þegar peð kemst upp í borð.
Afek
Frábær skákþraut eftir ísraelska alþjóðlega meistarann og skákdæmahöfundinn Yochanan Afek.