Aðalfundur Skáksambands Íslands verður haldinn laugardaginn 26. maí nk. kl. 10.00 í húsnæði TR, Faxafeni 12.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Minnt er á 9. gr. laga S.Í., en sú grein hljóðar svo:
9. grein.
Við atkvæðagreiðslu á aðalfundi á hvert félag eitt atkvæði enda geti sýnt fram á a.m.k. 10 félagsmenn með lögheimili á Íslandi og geti sýnt fram á virka skákstarfsemi. Eitt atkvæði bætist við hjá félagi fyrir hverja sveit sem það sendir í Íslandsmót skákfélaga það árið. Við atkvæðagreiðslu um kjörbréf í upphafi fundar skal gilda sú regla, að hvert félag fari ekki með fleiri atkvæði en það hafði á aðalfundi árið áður. Enginn fulltrúi getur farið með meira en eitt atkvæði á fundinum. Við atkvæðagreiðslur á aðalfundi ræður einfaldur meirihluti atkvæða, nema um þau mál sem sérstaklega eru tilgreind í þessum lögum.
Einnig skal bent á 6. grein:
Standi aðildarfélag í gjaldfallinni skuld við sambandið hefur það ekki rétt til að eiga fulltrúa á aðalfundi. Skákdeildir í félögum geta átt aðild að sambandinu, enda hafi þá minnst 10 menn bundist slíkum samtökum. Heimilt er tveimur eða fleiri aðildarfélögum í sama landshluta að stofna með sér svæðissamband.
Hjálagt: Lagabreytingatillögur og ársreikningur SÍ