Friðrik hvetur fólk til dáða á Skákdaginn!

Laugardaginn 26. janúar verður Skákdagurinn haldinn hátíðlegur um allt land. Teflt verður í skólum, vinnustöðum, heitum pottum, kaffihúsum, dvalarheimilum og leikskólum.

Skákdagurinn 2019 er tileinkaður Friðrik Ólafssyni, fyrsta stórmeistara Íslendinga og fv. forseta Alþjóða skáksambandsins. Friðrik verður 84 ára á Skákdaginn sjálfan. Hann var eitt sinn meðal bestu skákmanna heims, teflir enn reglulega og gefur af sér til yngri kynslóða.

Skáksambandið hvetur allt til að taka þátt í Skákdeginum 2019!

Meðal þegar ákveðinna viðburða í kringum Skákdaginn má nefna:

Tilkynningar um viðburð í kringum Skákdaginn sem og myndir/frétt að viðburði loknum mega endilega berast á frettir@skaksamband.is.

Haldið verður utan um allar viðburði á tengda Skákdeginum hér.