Stefán Bergsson boðar fagnaðarerindið í Stóru Vogaskóla. Mynd: Heimasíða skólans.

Fræðsluverkefni Skáksambands Íslands sem hófst fyrir áramót er nú komið á fullt skrið að nýju. Í síðustu viku var Stóru-Vogaskóli í Vogum á Vatnsleysuströnd heimsóttur. Tilgangur með heimsóknum Skáksambandsins er að skilja eftir í skólanum þekkingu á hvernig megi kenna skák og standa að skákstarfi. Stefán Bergsson og Gunnar Björnsson leiðbeindu nemendum í öðrum til fimmta bekk meðan bekkjarkennarar fylgdust með. Áhersla var lögð á ýmsa einfalda skákleiki með færri taflmönnum og hvernig megi kenna þá. Þá voru kennslumöguleikar chess.com kynntir sem og síðan skakkennsla.is.

Skák er skemmtileg! Mynd: Heimasíða skólans

Næsta heimsókn verður farin í Myllubakkaskóla í Keflavík í byrjun febrúar.

Myndir af heimasíðu Stóru-Vogaskóla