Teflt verður einstakar aðstæður á Hótel Selfossi. Minnt er á tilboð á gistingu er í boði fyrir skákmenn þar!

Síðari hluti Íslandsmóts skákfélaga 2019-20 fer fram dagana 19.-21. mars nk. á Hótel Selfossi nema umferðin 19. mars (eingöngu í 1.deild) sem mun hefjast kl. 19.30 og fer fram í skákhöllinni í Faxafeni 12.

Aðrar deildir munu hefjast föstudaginn 20. mars kl. 20.00  Síðan verður teflt laugardaginn 21. mars kl. 11.00 og kl. 17.00 sama dag.

Tilboð á Hótel Selfossi

Tilboð er á gistingu á Hótel Selfossi.

Dags. eins manns 2ja manna
20.-21. mars 14.000 17.000
21.-22. mars 12.000 13.000
Samtals 26.000 30.000

Morgunmatur innifalinn

Eftir 20. febrúar ábyrgist hótelið ekki lengur herbergi á ofangreindum kjörum fyrir skákmenn. Skákmenn eru hvattir til að dvelja við frábærar aðstæður á Hótel Selfossi og njóta þess sem þar er boðið upp á og styðja um leið við aðila sem stutt myndarlega við bakvið á skákhreyfingunni bæði nú á heimsmeistaramótinu á Selfossi sl. haust.

Alls konar tilboð á veitingum verða í boði á Hótel Selfossi á meðan móti stendur.

Hægt er að panta herbergi með því að senda tölvupóst á netfangið info@hotelselfoss.is.

Félagaskipti

Skákmenn sem ekki tefldu með í fyrri hlutanum geta skipt um skákfélag eða gengið í nýtt skákfélaga þar til 28. febrúar kl. 23:59. Skákmenn án félags og skákstiga eru undanþegnir þeim fresti

Umhugsunartími og mótsreglur

Umhugsunartími er 90 mín. á skákina + 30 sek. viðbótartími bætist við eftir hvern leik.

Aðrar mótsreglur verða nánar kynntar á vefsíðu mótsins þegar nær dregur.

Ferðakostnaður

Skáksamband Íslands mun greiða ferðakostnað utan stór-Reykjavíkursvæðisins (Selfoss er innan þess svæðis) samkvæmt reikningum fyrir sveitir í 1. og 2. deild. Miða skal við einn brottfararstað á hverju svæði, t.d. Akureyri, Egilsstaði, Ísafjörð. Sami háttur verður hafður í 3. og 4. deild og áður, þ.e. þátttökugjöld eru lág en sveitirnar verða alfarið að sjá um ferðakostnað á skákstað.

Minnt er á ný skáklög Skáksambands Íslands sem samþykkt voru á aðalfundi sambandsins 1. júní sl. Nýtt fyrirkomulag með sex liða úrvalsdeild, þar sem tefld verður tvöföld umferð, verður tekið upp keppnistímabilið 2020-21.

MÓTIÐ Á CHESS-RESULTS

DEILDASKIPTING 2020-21

Skipting í deildir 2020-21 verður samkvæmt lokaniðurstöðu keppninnar 2019-20 sem hér segir:

  • Úrvalsdeild: Sex efstu sveitir 1. deildar .
  • 1. deild: Sveitirnar úr 7.-10. sæti í 1. deild og í 1.-4. sæti í 2. deild
  • 2. deild: Sveitirnar úr 5.-8. sæti úr 2. deild og 1.-4. sæti úr 3. deild
  • 3. deild: Sveitirnar úr 5.-11. sæti úr 3. deild og efsta sveitin úr 4. deild
  • 4. deild: Aðrar sveitir
  • Skáklög Skáksambands Íslands (17.-21. grein)
  • Reglugerð um Íslandsmót skákfélaga