Stjórn Skáksambands Íslands hélt stjórnarfund á Zoom, 7. maí 2020. Helstu niðurstöður voru sem hér segir:

Dagskráin framundan

  1. Íslandsmót barna- og grunnskólasveita fer fram í Rimaskóla 23. og 24. maí nk. Ákveðnar takmarkanir á fjölda fullorðna og má þar nefna að fylgt verði tilmælum stjórnvalda um enga áhorfendur. Tryggð verði góð myndataka fyrir forráðamenn.
  2. Kjördæma- og Landsmótið. Haldið bæði á Chess.com. Dagskrá kynnt mjög fljótlega. Stefán Bergsson heldur utan um.
  3. Skákþing Íslands, landsliðs- og áskorendaflokkur. Stefnt á að halda 22.-30. ágúst. Forseti ræði við Garðabæ og í framhaldinu verði haft samband við keppendur.
  4. Íslandsmót skákfélaga. Ákvörðun tekin um að klára keppnistímabilið sem nú er hafið. Endanleg ákvörðun um hvort síðari hlutinn verði haldinn í október 2020, með fyrirvörum, eða í mars 2021 verður tekin á stjórnarfundi sem fyrirhugaður er 4. júní nk.

Netskák

Netstarfið hefur gengið framúrskarandi vel. Netstarfi SÍ lýkur væntanlega í vor með Landsmótinu í skólaskák.Skákmenn hvattir til að taka þátt í EM í netskák. Rætt um hvort grundvöllur sé fyrir því að halda vegleg netmót með verðlaunum á sjálfbæran hátt fjármögnuð með þátttökugjöldum.

Aðalfundur

Ákvörðun tekin um að halda aðalfund SÍ, 13. júní nk. Fundarboð verður sent út 15. maí nk. Lagabreytingatillögur þurfa að berast á skrifstofu SÍ eigi síðar en 14. maí nk.

Fjármál

Rætt um fjármál sambandsins. Afkoman hefur verið góð það sem af er ári. Stefnt að því að lækka yfirdrátt sambandsins á næsta fundi stjórnar.

Landsliðsmál

Tillaga Halldórs Grétars um 200.000 kr. framlag fyrir erlendan skákþjálfara fyrir landsliðið samþykkt. Verður gert í samráði við landsliðsþjálfara.

EM einstaklinga

Umsókn SÍ um að EM einstaklinga verði haldið í Reykjavík 2021 verður tekin fyrir fundi stjórnar ECU, 9. maí nk.