Landsmótið í skólaskák 2020 verður teflt á chess.com. Kjördæmamót fara fram á Uppstigningardag, fimmtudaginn 21. maí, klukkan 11:00.
Í verðlaun á Kjördæmamótunum verða taflsett fyrir þrjá efstu og áletruð skákklukka fyrir sigurvegara hvers kjördæmis.
Úrslitin verða tefld á chess.com 31. maí og 1. júní sem eru sunnudagur og mánudagur um Hvítasunnuhelgi. Í báðum flokkum er teflt um veglega farandgripi sem hafa á að geyma nöfn landsliðsmanna og titilhafa. Jafnframt er teflt um ferðastyrki fyrir efstu sætin.
Nánari upplýsingar um mótin og hvernig á að skrá sig birtist þegar nær dregur á skak.is.