Íslandsmót grunnskólasveita hefst (1.-10. bekkur) hefst kl. 11 í Rimaskóla í dag. 22 sveitir eru skráðar til leiks. Það er óhætt að segja að barnaskólaskákmótið á Íslandi í gær hafi vakið heimsathygli og hefur mynd ritstjóra verið deilt meira en 150 sinnum út í hinum stóra heimi og einnig hafa borist beiðnir um leyfi til að nota myndir frá stór skáktímaritum. Ritstjóri hefur fengið allmargar fyrirspurninir í tölvupóstum og skilaboðum. Svo virðist sem Ísland hafa verið fyrst landa til að halda halda stóran viðburð eftir Covid-kófið í heiminum.
Chess in Iceland officially restarted!
Posted by Gunnar Bjornsson on Laugardagur, 23. maí 2020
Það gildir það sama í dag og í gær. Þar sem segir í fyrirmælum stjórnvalda um keppnir barna á grunnskólaladri að þær séu án áhorfenda biðjum við forráðamenn um að skilja við börn sín og sækja við inngang Rimaskóla. Sjoppa, þar sem boðið er upp á greiðslur með posa, verður á staðnum fyrir krakkana. Forráðamenn geta fylgst með úrslitum á vefnum og fjöldi mynda verða teknar og birtar að móti loknu á skak.is.
Það var reynsla mótshaldara að þetta fyrirkomulag henti krökkunum alls ekki verr en foreldarnir virðast margir hverjir eiga erfiðara með þetta! Þess má geta að almennt erlendis fá foreldrar ekki að vera í skáksal á barna- og unglingamótum. Við þökkum foreldrum fyrir skilningin á þessum aðgerðum. Við gerum okkur grein fyrir að þetta er skrýtið fyrir marga þeirra sem hafa fylgt börnum sínum á öll skákmót í mörg ár.
Úrslitaþjónusta (uppfærð eftir hverja umferð).
Veit verða verðlaun fyrir þrjár efstu sveitirnar, verðlaun fyrir efstu b- sveit ásamt verðlaunum fyrir þrjár efstu sveitir af landsbyggðinni. Veitt verða borðaverðlaun fyrir bestan árangur á 1.-4. borði.
Sigurvegari mótsins hlýtur rétt til þátttöku á Norðurlandamóti barnaskólasveita sem fyrirhugað er að fari fram í Danmörku í október nk.