Stjórn Skáksambandsins á fundi. Mynd: KÖE

Eftirfarandi upplýsingapóstur var sendur til aðildarfélaga SÍ í gær.

—-

Til aðildarfélaga SÍ.

Stjórn SÍ hittist á stjórnarfundi í síðustu viku. Jafnframt var stjórnarfundur Skáksambands Evrópu haldinn um helgina.

Fundagerðina og aðrar fundargerðir SÍ má finna hér: https://www.dropbox.com/sh/nj6x6jabzvzj7zo/AACvy_kJRs69Ki6MRf_-gV8Da?dl=0

Helstu tíðindi

EM einstaklinga – Reykjavíkurskákmótið

Mótinu verður frestað fram í ágúst/september. Þar sem er um að ræða Evrópumót sem gefur sæti á Heimsbikarmót er ekki í boði að bíða og vona. Mótið verður sett á dagskrá í ágúst/september.

Íslandsbikarinn – undankeppni um sæti á Heimsbikarmótinu!

Fer fram 6.-14. mars nk.  Þátt taka átta skákmenn og tefla eftir útsláttarfyrirkomulagi. Mótinu verður gerð góð skil á skak.is og á skákvarpinu.  Nánari upplýsingar um mótið og keppendur má finna hér:

https://skak.is/2021/02/19/islandsbikarinn-undankeppni-um-saeti-a-heimsbikarmotinu-i-skak/

Skákþing Íslands og Íslandsmót kvenna

Landsliðsflokkur Skákþings Íslands og Íslandsmót kvenna fara fram í byrjun apríl nk. í Kópavogi.

Búið er að bjóða tólf keppendum þátt í landsliðsflokki og öllum skákkonum með 1600 eða fleiri á Íslandsmót kvenna.

Heimasíða mótsins væntanleg.

Skákbúðir

Fyrst og fremst þeim ætlaðar sem misstu tækifæri á að fara í mót erlendis vegna Covid verða haldnar 12.-14. Búið er að senda boðsbréf. Styrkt af menntamálaráðuneytinu.

Íslandsmót skákfélaga 2019-21

Stjórn SÍ stefnir sem fyrr á að halda síðari hlutann í maí nk.

Nú hefur ECU gefið út að EM einstaklinga í blendingsskák (Hybrid chess) fari fram 22.-30. maí.  Sjá nánar um það mót hér: https://www.europechess.org/communique-of-the-2nd-ecu-board-meeting-in-2021-cl-no3-2021/

Íslandsmót skákfélaga getur ekki farið fram sömu daga. Þar með hefur valkostunum fyrir líklega helgi í maí fækkað. Helgarnar sem í boði eru 30. apríl – 2. maí, 7.-9. maí og 14.-16. maí.  Ákvörðun um helgi undir síðari hlutann verður tekin fljótlega.

Evrópukeppni taflfélaga í netskák

Íslenskum skákfélögum er bent á EM taflfélaga í netskák sem fram fer 27. mars-31. mars.

Tilvalið fyrir íslensk skákfélög að taka þátt!

Nánari upplýsingar um mótið hér: https://www.europechess.org/european-online-chess-club-cup/