Reykjavíkurleikarnir

Skák verður hluti af Reykjavíkurleikunum í ár (Reykjavik International Games). Landskeppni Íslands, Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar verður á RÚV sunnudaginn, 30. janúar 2021. Nánar má lesa um landskeppnina á Skák.is.

Laugardaginn, 29. janúar, fer fram Reykjavíkurhraðskákmótið í Laugardalshöllinni. Taflmennskan hefst kl. 13.

Vegna samkomutakmarkanna er miðað við u.þ.b. 40 keppendur. Tefldar verða 11 umferðir með tímamörkunum 3+2. Mótið verður reiknað til alþjóðlegra hraðskákstiga.

Keppnisrétt fyrir utan erlendu keppendurna sex eru skákmenn með meira en 2200 hrað- eða kappskákstig, kvennalandsliðskonur, meðlimir í u25-landsliðshópnum og Íslandsmeistarar í aldurshópnum y65, u16, u14 og u12.

Allir skákir mótsins verða sýndar beint auk þess sem því verður streymt og Ingvar Þór Jóhannesson með þráðbeina lýsingu!

Verðlaun eru sem hér segir:

Aðalverðlaun

  1. 100.000
  2.   60.000
  3.   40.000

Kvennaverðlaun

  1. 30.000
  2. 20.000
  3. 10.000

Skráningarfrestur verður til miðvikudagsins, 26. janúar kl. 16.