Landsmótið í skólaskák fer fram með óvenjulegu sniði í ár. Um er að ræða tilraun til eins árs.

Undankeppni fer fram, fimmtudaginn, 19. maí á Chess.com. Úrslitakeppnin fer fram helgina, 28. og 29. maí, við glæsilegar aðstæður í Siglingaklúbbi Kópavogs.

Undankeppni á chess.com

Undankeppni á chess.com fer fram fimmtudaginn 19. maí og hefst kl. 18:30.

Teflt er í einu móti þar sem keppt er efstu sætin í tveimur flokkum.

Yngri flokkur 1.–7. bekkur og eldri flokkur 8.–10. bekkur. Mótið er opið öllum krökkum sem eru í grunnskóla.

Tefldar verða níu umferðir. Oddastigaútreikningur Chess.com gildir séu keppendur jafnir.

Umhugsunartími: Fjórar mínútur á skákina með tveimur viðbótarsekúndum á leik.

Skráning

Úrslitakeppnin

Úr undankeppninni úr hvorum flokki komast:

 • Fimm efstu frá höfuðborgarsvæðinu.
 • Þrír efstu af landsbyggðinni. Landsbyggðarkeppendur fá fararstyrk til að taka þátt í úrslitakeppninni. Landsbyggðin telst svæðið utan stór-höfuðborgarsvæðisins.
 • Efsta stúlkan
 • Boðssæti. Þegar boðssæti er úthlutað er sérstaklega litið til kynja sjónarmiða sem og árangurs þeirra sem búa langt frá virkum skákfélögum. Æskulýðsnefnd velur hver fær boðssæti
 • Ef kalla þarf til varamenn velur æskulýðsnefnd þá. 

Úrslit Landsmóts

Úrslit fara fram 28.-29.  maí við glæsilegar aðstæður í húsnæði Siglingaklúbb Kópavogs að Naustavör 14. Úrslitin verða tefld í tíu manna flokkum þar sem allir tefla við alla, tíu keppendur í yngri flokki (1.-7. bekkur) og tíu keppendur í eldri flokki (8.-10. bekkur).

Umhugsunartími: 15 mínútur á mann með 5 sekúndna viðbótartíma á leik.

Dagskrá: Laugardagur 12:00 –

Sunnudagur 12:00 –

Verðlaun í eldri flokki:

 1. Ferðastyrkur á mót erlendis að verðmæti 80.000 kr.
 2. Ferðastyrkur á mót erlendis að verðmæti 50.000 kr.
 3. Inneign hjá Skákbúðinni að verðmæti 20.000 kr.

Efsti keppandi af landsbyggð: Inneign hjá Skákbúðinni að verðmæti 20.000 kr.

Verðlaun í yngri flokki:

 1. Ferðastyrkur á mót erlendis að verðmæti 50.000 kr.
 2. Ferðastyrkur á mót erlendis að verðmæti 30.000 kr.
 3. Inneign hjá Skákbúðinni að verðmæti 20.000 kr.

Efsti keppandi af landsbyggð: Inneign hjá Skákbúðinni að verðmæti 20.000 kr.