Aðalfundur SÍ fór fram í dag, 21. maí 2022. Fundurinn tók um 4 klukkustundir. Stjórn SÍ var endurkjörin í heild sinni án mótframboðs. Um það bil 40 fulltrúar frá 14 félögum sátu fundinn.

Allar þrjár tillögur laganefndar voru samþykktar.

Kristján Örn Elíasson dró sínar tillögur til baka á fundinum.

Nýjar siðareglur Skáksambandsins voru staðfestar af aðalfundinum.

Fundarstjóri var Helgi Áss Grétarsson og fundarritari var Þorsteinn Magnússon. Þeim eru færðar miklar þakkir fyrir góð störf.