Undanrásir fyrir úrslit Landsmótsins í skólaskák voru tefldar á chess.com á fimmtudaginn var.

Í úrslitunum tefla eftirfarandi skákkrakkar:

Eldri flokkur

Höfuðborgarsvæðið

Benedikt Briem Hörðuvallaskóla Kópavogi

Ingvar Wu Skarphéðinsson Hlíðaskóla Reykjavík

Gunnar Erik Guðmundsson Salaskóla Kópavogi

Þorsteinn Jakob Þorsteinsson Álfhólsskóla Kópavogi

Jón Bragi Þórisson Breiðholtsskóla Reykjavík

Landsbyggð

Sæþór Ingi Sæmundarson Grunnskóla Vestmannaeyja

Kristján Ingi Smárason Borgarhólsskóla Húsavík

Adam Omarsson Landakotsskóla Reykjavík (varamaður)

Stelpa Katrín María Jónsdóttir Salaskóla Kópavogi

Boðssæti Iðunn Helgadóttir Landakotsskóla Reykjavík

 

Yngri flokkur

Höfuðborgarsvæðið

Matthías Björgvin Kjartansson Melaskóla Reykjavík

Mikael Bjarki Heiðarsson Vatnsendaskóla Kópavogi

Jóhann Helgi Hreinsson Vatnsendaskóla Kópavogi

Guðmundur Orri Sveinbjörnsson Vatnsendaskóla Kópavogi

Markús Orri Jóhannsson Háteigsskóla Reykjavík

Landsbyggð

Markús Orri Óskarsson Síðuskóla Akureyri

Sigþór Árni Sigurgeirsson Oddeyrarskóla Akureyri

Karma Halldórsson Grunnskólanum á Ísafirði

Stúlka Guðrún Fanney Briem Hörðuvallaskóla

Boðssæti Emilía Embla Berglindardóttir

Úrslit fara fram 28.-29.  maí við glæsilegar aðstæður í húsnæði Siglingaklúbb Kópavogs að Naustavör 14. Úrslitin verða tefld í tíu manna flokkum þar sem allir tefla við alla, tíu keppendur í yngri flokki (1.-7. bekkur) og tíu keppendur í eldri flokki (8.-10. bekkur).

Umhugsunartími: 15 mínútur á mann með 5 sekúndna viðbótartíma á leik.

Dagskrá:

Laugardagur: 1. umferð hefst 12:00. Tefldar verða fyrrri fimm umferðirnar og lýkur dagskránni þennan dag klukkan um það bil 16:00.

Sunnudagur: 6. umferð hefst 12:00. Tefldar verða seinni fjórar umferðirnar og fer verðlaunafhending fram upp úr 15:00.