Eftirfarandi upplýsingapóstur var sendur til aðildarfélaga SÍ fyrir skemmstu.
————
Til aðildarfélaga SÍ.
Ný stjórn SÍ hittist sínum fyrsta stjórnarfundi 2. júní sl. Þann 14. júní kom mótanefnd SÍ saman og liggur nú fyrir mótadagskrá SÍ starfsárið 2022-23.
- Mótaáætlun SÍ
Mótaáætlun SÍ 2022-23 liggur fyrir. Hana má finna hér á Google Sheets.
Mót SÍ komin inn á mótadagskrá á skak.is.
2. EM ungmenna 2022
Stjórn SÍ hefur ákveðið að senda hóp á EM ungmenna sem fer í Antalya í Tyrklandi í nóvember. Á næstunni verður haft samband við ungmenni sem hafa keppnisrétt. Sjá nánar: https://www.europechess.org/european-youth-chess-championship-2022-official-invitation/.
3. Reykjavíkurskákmótið 2023
Verður haldið í Hörpu 29. mars – 4. apríl 2023 með sama fyrirkomulagi og 2022. Níu umferðir á sjö dögum.
4. Aðalfundur SÍ
Fundagerð aðalfundar 2022 hefur verið birt. Jafnframt hafa lög, skáklög og, siðareglur og reglugerðir verið uppfærðar í samræmi við niðurstöðu aðalfundar sem og ákvarðana á fyrsta stjórnarfundi.
4. Styrktarsjóður SÍ
Á Google Sheets má sjá yfirlit yfir allar styrktveitingar úr styrktarsjóði SÍ árin 2021-22. Skjalið verður uppfært reglulega.
5. Fundur með ráðherra
Forseti og varaforseti SÍ hittu íþróttamálaráðherra fyrir skemmstu. Ráðuneytið hefur beint því til SÍ að móta heildstæða tillögu að framtíðarfyrirkomulagi styrkja til skákhreyfingarinnar með það að markmiði að ná enn betri árangri. Fram kom á fundinum að horft væri til þess að geta bæði stutt við stórmeistara og efnilega skákmenn. Einnig kom fram að ekki horft til niðurskurðar á þeim framlögum sem skákhreyfingin nýtur
6. Fundargerð fyrsta stjórnarfundar
Fundargerð fyrsta fund stjórnar SÍ starfsárið 2022-23 sem og aðrar fundargerðir, þar með talið fundargerð aðalfundarins, má finna hér: https://skak.is/skaksamband/fundargerdir/
Kveðja,
Stjórn SÍ