Íslandsmót ungmenna (u8-u16) fer fram sunnudaginn 27. nóvember í hinu nýja glæsilega íþróttahúsi Miðgarði í Garðabæ.

Mótið hefst kl. 14 og er teflt í fimm aldursflokkum. Keppendur skulu mæta eigi síðar en kl. 13:40 og staðfesta mætingu. Krýndir verða 10 Íslandsmeistarar – efsti strákur og efsta stelpa í öllum flokkunum fimm.

Afar góð verðlaun verða í boði. Allir Íslandsmeistararnir fá frí þátttökugjöld á Reykjavíkurskákmótið 2023 sem fram fer í Hörpu.

8 ára og yngri (f. 2014 og síðar)

Tefldar verða sjö umferðir. Umhugsunartími: 7 + 3 mínútur.

9-10 ára (f. 2012 og 2013)

Tefldar verða sjö umferðir. Umhugsunartími: 7 + 3 mínútur.

11–12 ára (f. 2010 og 2011)

Tefldar verða 7 umferðir með umhugsunartímanum 10 + 2.

13–14 ára (f. 2008 og 2009)

Tefldar verða 7 umferðir með umhugsunartímanum 10 + 5.

15–16 ára (f. 2006 og 2007)

Tefldar verða 7 umferðir með umhugsunartímanum 10 + 5. 

Skráning og greiðsla þátttökugjalda

Þátttökugjald er krónur 1.500 og leggist inn á reikning 101-26-12763, kt. 580269-5409. Systkini borga aldrei meira en 2.500 kr. samtals. Kvittun sendist á netfangið skaksamband@skaksamband.is. Taka skal fram fyrir hvaða börn er greitt.

Skráningafrestur rennur út föstudaginn, 25. nóvember kl. 16:00.

Vakin er athygli á því að engin veitingasala er í húsinu á meðan mótinu stendur að undanskildum sjálfsölum. Foreldrar eru því hvattir til að nesta krakkana.  

Verðlaun

Verði tveir eða fleiri keppendur jafnir í verðlaunasætum gilda oddastig.

Verðlaunaafhending fer fram að keppni lokinni í hverjum flokki.

Allir Íslandsmeistarar frá frí þátttökugjöld á Reykjavíkurskákmótið 2023.

Áskriftir frá Chessable og Chess.com meðal verðlauna.

Þrír efstu í öllum flokkum fá verðlaunabikar.

Happdrættisvinningar frá Heimilistækjum og Tölvulistanum.

Allir keppendur verða leystir út með smá glaðningi.

Mótið verður reiknað til alþjóðlegra atskák- eða hraðskákstiga eftir því sem við á.

*Nánar um oddastig

Allir við alla: 1. Sonneborn-Berger, 2. Innbyrðis úrslit, 3. Fjöldi sigra

Opnir flokkar: 1. Buchols (-1), 2. Buchols, 3. Innbyrðis úrslit, 4. Sonneborn-Berger 5. Fjöldi sigra