Friðriksmót Landsbankans – Íslandsmótið í hraðskák – fer fram í útibúi Landsbankans við Austurstræti 11 laugardaginn 3, desember nk. Mótið hefst kl. 13 og stendur til kl. 16:30-17:00.
Flestir sterkustu skákmenn þjóðarinnar taka þátt. Tímamörkin eru 3+2 og tefldar eru þrettán umferðir.
Þess má geta að þetta er væntanlega í síðasta skipti sem mótið fer fram útibúi bankans í Austurstræti Það mun þó ekki væsa um menn í framtíðinni í nýju höfuðstöðvum Landsbankans.
SKRÁNING
Skráning fer eingöngu fram á Skák.is (guli kassinn til hægri). Skákmenn eru hvattir til að skrá sig sem fyrst enda takmarkast þátttaka við um 100 manns. Gildir þar lögmálið, fyrstir koma, fyrstir fá, en þó njóta stórmeistarar og alþjóðlegir meistarar forgangs varðandi þátttöku.
Nauðsynlegt er einnig að staðfesta skráningu fyrir kl. 13 á skákstað. Annars verða menn fjarlægðir af keppendalista.
Þetta er nítjánda árið í röð sem Landsbankinn og Skáksamband Íslands standa fyrir Friðriksmótinu í skák, en mótið er haldið til heiðurs Friðriki Ólafssyni, fyrsta stórmeistara Íslendinga. Margir af sterkustu stórmeisturum landsins hafa undanfarin ár teflt til heiðurs Friðriki.
AÐALVERÐLAUN
- 100.000 kr.
- 60.000 kr.
- 50.000 kr.
- 30.000 kr.
- 20.000 kr.
Séu tveir eða fleiri jafnir í efsta sætinu verður stigaútreikningur* látinn ráða Íslandsmeistaratitlinum. Verðlaunafé skiptist eftir Hort-kerfinu. Aðeins verða veitt verðlaun til fimm efstu manna eftir stigaútreikning.
AUKAVERÐLAUN
- Efsti maður með 2001-2200 skákstig 10.000 kr.
- Efsti maður með 2000 stig og minna: 10.000 kr.
- Efsta konan: 10.000 kr.
- Efsti strákur 16 ára og yngri (2003 eða síðar): 10.000 kr.
- Efsta stúlka 16 ára og yngri (2003 eða síðar): 10.000 kr.
- Efsti skákmaður 65 eða eldri (1953 eða fyrr): 10.000 kr.
- Útdreginn heppinn keppandi: 10.000 kr.
Aukaverðlaun eru miðað við alþjóðleg hraðskákstig 1. desember sl. (alþjóðleg skákstig til vara hafi menn ekki alþjóðleg hraðskákstig). Stigaútreikningur ræður séu menn jafnir og efstir.
Hver keppandi getur aðeins unnin ein aukaverðlaun og eru aukaverðlaunin valin í þeirri röð sem fram kemur að ofan.
Mótið er reiknað til alþjóðlegra hraðskákstiga.
FYRRI SIGURVEGARAR
- 2021 – Helgi Ólafsson
- 2020 – Hjörvar Steinn Grétarsson
- 2019 – Jón Viktor Gunnarsson
- 2018 – Jóhann Hjartarson
- 2017 – Hannes Hlífar Stefánsson
- 2016 – Jóhann Hjartarson
- 2015 – Þröstur Þórhallsson
- 2014 – Héðinn Steingrímsson
- 2013 – Helgi Ólafsson
- 2012 – Bragi Þorfinnsson, Hjörvar Steinn Grétarsson og Jón Viktor Gunnarsson
- 2011 – Henrik Danielsen
- 2010 – Jón Viktor Gunnarsson og Þröstur Þórhallsson
- 2009 – Héðinn Steingrímsson
- 2008 – Helgi Ólafsson
- 2007 – Héðinn Steingrímsson
- 2006 – Helgi Áss Grétarsson
- 2005 – Jón Viktor Gunnarsson og Arnar E. Gunnarsson
- 2004 – Jóhann Hjartarson og Stefán Kristjánsson
*Mótsstig reiknast svo
- Buchols -1
- Buchols
- Sonneborn-Berger
- Innbyrðis úrslit
- Flestir sigrar