Íslandsmeistarinn í Fischer-slembiskák, Hjörvar Steinn, ásamt styrktaraðlia mótsins, Óla Val.

Stórmeistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson varð um helgina Íslandsmeistari í Fischer-slembiskák þegar hann lagði Aleksandr Domalchuk-Jonasson að velli í úrslitaskák um titilinn.

Mótið fór fram við frábærar aðstæður á Center Hotels Plaza við Ingólfstorg.

Gærdagurinn var fullur af sviptingum og skemmtilegum skákum.

Í mótinu sjálfu var lokastaðan eftirfarandi:

  1. Vignir Vatnar 7/9
  2. Hjörvar Steinn 6.5/9
  3. Jóhann Hjartarson 6/9
  4. Helgi Áss 5.5/9
  5. Aleksandr Domalchuk 5.5/9
  6. Jón Viktor 5/9
  7. Þröstur Þórhallsson 3.5/9
  8. Sigurbjörn Björnsson 3/9
  9. Dagur Ragnarsson 1.5/9
  10. Örn Leó Jóhannsson 1.5/9

Lokastaðan á Chess-Results. 

Þar sem fjórir efstu komust áfram í útsláttarkeppni – þurftu Helgi Áss og Aleksandr Domalchuk að tefla Armageddon skák, þar sem Aleksandr hafði sigurinn eftir ótrúlegan afleik Helga Áss eftir að hafa verið með kolunna stöðu.

Fyrir útsláttarkeppnina þá labbaði Óli Valur styrktaraðili mótsins inn í sal og „doublaði“ verðlaunaféð – keppendum til mikillar ánægju.

Í undanúrslitum mættust því:

Vignir Vatnar og Aleksandr Domalchuk þar sem Aleksandr sigraði einvígið sannfærandi 2-0.

Hjörvar Steinn sigraði svo Jóhann Hjartarson sömuleiðis sannfærandi 2-0.

Sacha (Aleksandr) hefur heldur betur komið eins og stormsveipur inn í íslenskt skáklíf. Tók silfrið.

Í úrslitaeinvíginu mættust því Hjörvar Steinn og Aleksandr Domalchuk gerðu þeir jafntefli í fyrstu tveimur umferðunum og var því lokaskákin svokölluð úrslitaskák, þar sem Hjörvar fékk unnið snemma í taflinu og kláraði skákina með mikilli sæmd, og tryggði sér þar með titilinn.

Armageddon skák þurfti milli Vignis Vatnars og Jóhanns Hjartasonar eftir þriggja skáka einvígi, sem fór 1.5 – 1.5 en Vignir Vatnar hafði sigurinn í Armageddon skákinni.

Verðlaunahafar ásamt CAD-bræðrum og Óla Val.

Chess After Dark vill byrja á að þakka Óla Val Steindórssyni og Barion Mosó fyrir að gera þetta mót að veruleika – án þeirra hefði þetta mót aldrei verið haldið.

Íslandsmeistarinn í viðtali að loknu móti.

Chess After Dark var með beina útsendingu frá öllum gærdeginum bæði á Twitch sem og á Vísi.is og Stöð 2 Vísir þar sem mörg þúsund manns horfðu allan tímann á útsendinguna.

Hægt að nálgast útsendinguna hér: https://www.twitch.tv/chessafterdark

Við mótshaldarar þökkum fyrir frábærar viðtökur og viljum þakka sérstaklega Ingvari Þór Jóhannessyni og DON Róberti Lagerman.

Að ári!

CAD bræður.