Það var mikið um að vera um helgina og þrjú stór Íslandsmót fóru fram. Íslandsmót ungmenna fór fram við frábærar aðstæður í Miðgarði í Garðabæ og þar var teflt um 10 Íslandsmeistaratitla. Fimm stúlkur og fimm strákar voru kryndir. Förum yfir gang mála um á sunnudaginn.

Allt tóku 95 skákmenn þátt í mótinu sem prýðisgóð þátttaka. 75 strákar og 20 stelpur.

Þorsteinn Magnússon tók fjölda mynda frá mótinu og má finna þær hér.

Allar myndir af verðlaunahöfum eru teknar af Jóhanni H. Ragnarssyni.

Allir Íslandsmeistararnir fá frítt á næsta Reykjavíkurskákmót. Allir verðlaunahafar fá inneign á Chessable og fá tölvupóst þess efnis á næstunni.

U16 – Benedikt og Iðunn Íslandsmeistarar

Verðlaunahafar í u-16 flokknum.

Tíu skákmenn tóku þátt sem telst prýðileg þátttaka í þessum aldursflokki. Benedikt Briem varð efstur með 5½ vinning af 6 mögulegum. Ingvar Wu Skarphéðinsson hlaut silfrið með 5 vinninga. Benedikt Þórisson tók bronsið eftir oddastigaútreikning.

Iðunn Helgadóttir varð Íslandsmeistari stúlkna og var eina keppandinn sem náði jafntefli gegn Benedikt Briem.

Lokastaðan á Chess-Results

U14 – Mikael og Katrín Íslandsmeistarar

Verðlaunafar í u14-flokknum.

Þrettán skákmenn tóku þátt sem einnig fín þátttaka í þessum flokki. Mikael Bjarki Heiðarsson vann mótið örugglega. Hlaut 6½ vinning af 7 mögulegum. Matthías Björgvin Kjartansson varð annar með 5 vinninga. Kristján Ingi Smárason, frá Húsavík, tók bronsið eftir oddastigaútreikning.

Katrín María Jónsson, sem einnig varð í 3.-5. sæti varð Íslandsmeistari stúlkna. Sóley Kría Helgadóttir varð önnur.

Lokastaðan á Chess-Results

U12  – Jósef og Guðrún Fanney Íslandsmeistarar

Verðlaunahafar í strákaflokki

Tuttugu skákmenn tóku þátt. Þarna höfðu þau Guðrún Fanney Briem og Jósef Omarsson mikla yfirburði. Hlutu bæði 6½ vinning af 7 mögulegum. Þau urðu Íslandmeistarar stráka og stelpan.

Verðlaunahafar í stúlknaflokki.

Sigurður Páll Guðnýjarson og Þórhildur Helgadóttir urðu í 3.-4. sæti með 4½ vinning. Þau fengu silfrið í sínum flokki.

Magnús Birgisson tók bronsið í flokki stráka eftir oddastigaútreiking. Nikola Klimaszewska tók bronsið í stúlknaflokki.

Jósef og Guðrún tefldu svo einvígi um Íslandmeistaratitilinn í opnum flokki og það vann Jósef 2-0.

Lokastaðan á Chess-Results

U10 – Birkir og Sigrún Tara Íslandsmeistarar

Verðlaunafar í strákaflokki.

26 tóku þátt og var þetta fjölmennasti flokkurinn eins og oft áður. Reyndar ásamt u8-flokknum. Hlutfall stúlkna líka áberandi hæst í þessum flokki eða 38%.

Birkir Hallmundarson vann mótið með fullu húsi. Vann allar sjö skákirnar. Örvar Hólm Brynjarsson hlaut 6 vinninga og hlaut silfrið. Tristan Fannar Jónsson varð þriðji í stráka flokki með 5 vinninga.

Verðlaunahafar í stúlknaflokki

Sigrún Tara Sigurðardóttir og Emilía Embla B. Berglindardóttir hlutu báðar 5 vinninga. Sigrún Tara fékk gullið eftir oddastigaútreikning. Emilía Embla fær einnig boð á Reykjavíkurskákmótið. Tara Lífa Ingadóttir hlaut 4 vinninga og fékk bronsið eftir oddastigaútreikning.

Lokastaðan á Chess-Results

U8 – Haukur og Margrét Íslandsmeistarar

Verðlaunahafar stráka í flokknum.

Haukur Víðis Leósson hafði mikla yfirburði og vann allar sjö skákir sínar. Funi Jónsson og Erlendur Sigurðarson urðu í 2.-3. sæti með 5 vinninga. Funi fékk silfrið eftir oddastigaútreikning en Erlendur bronsið.

Verðlaunahfar í stúlknaflokknum.

Margrét Einarsdóttir varð Íslandsmeistari stúlkna með 4 vinninga. Aría Björk Daníelsdóttir tók silfrið og Marey Kjartansdóttir bronsið.

Lokastaðan á Chess-Results. 

Skákstjórar á mótinu voru Páll Sigurðsson, Gunnar Björnsson, Auðbergur Magnússon, Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, Jóhann Arnar Finnsson, Stefán Bergsson og Lenka Ptácníková. Taflfélagi Garðabæjar er sérstaklega þakkað fyrir frábært samstarf.