Íslandsmót unglingasveita 2022 fór fram síðastliðinn laugardag á heimavelli Taflfélags Garðabæjar, Miðgarði.

Samkvæmt Goðafræðinni er Miðgarður miðja heimsins og sá staður sem að mannfólkið býr. Miðað við þessi fræði er því eðlilegt að teflt sé í Miðgarði, enda öruggt að teflt er þar sem að miðja heimsins er.

Aðstaða Taflfélags Garðabæjar býður upp á frábæra aðstöðu fyrir svona mót og rétt rúmlega 100 keppendur tóku þátt í mótinu. Auk þess voru margir áhorfendur viðstaddir mótið og var mikil ánægja meðal þeirra með mótið.

Í 1 umferð mótsins mættust TR a og TR b og Breiðablik a og b. Þessi umferð reyndist mjög mikilvæg því að á meðan TR a vann b sveitina 4 – 0, var a sveit Breiðabliks í mikilli pressu frá b sveitinni sinni. Svo fór að b sveitin fékk montréttinn og lagði a sveitina 3 – 1.


Í 2 umferð vann TR a aftur 4 – 0, núna gegn Fjölni c sveit. A sveit Breiðabliks sýndi að það var engin uppgjöf í gangi hjá þeim þrátt fyrir tap í fyrstu umferð, Liðið vann Fjölni D 4 – 0.
B sveit Breiðabliks létu alla viðstadda vita að hún ætlaði sér að vera með í baráttunni! Hún fylgdi eftir sigrinum í 1 umferð með því að vinna KR a 4 – 0.


Það var því ljóst að viðureign TR a og Breiðabliks b í 3 umferð væri ein af lykil viðreignum í mótinu. Eftir mikla baráttu, þar sem að spennan og einbeiting var áþreifanleg, vann TR a 3 -1 og kom sér í góða stöðu fyrir framhaldið. 


Staðan eftir 3 umferðir var því: 

  1. TR a 11 vinningar af 12 mögulegum

2-3. Breiðablik a og TR C 9 vinningar.

4-6. Breiðablik b, Fjölnir B og TR b 8 vinningar.

Í 4 umferð vann TR a – TR c 4 – 0 og Breiðablik a TR b með sömu úrslitum. Með því tóku TR a og Breiðablik a TR c sem og TR b úr baráttunni, amk í bili. Breiðablik b vann Fjölni a 2 ½ – 1 ½ í háspennu leik!
Á meðan vann Fjölnir b – Fjölnir c 3 – 1 og náðu með því b sveit blika að vinningum í 3 sæti. Og mótið rétt rúmlega hálfnað!

B sveit blikanna reisti hins vegar vegg fyrir framan b sveit Fjölnis í 5 umferð með því að vinna hana 4 – 0. Og með þeim úrslitum var ljóst að keppnin í síðustu 2 umferðunum yeði á milli TR a, sem var búið að tefla af mikilli yfirvegun og ákveðni, Breiðablik a og Breiðablik b. Eina liðið sem gerði tilkall til þess að komast í þessa baráttu var a sveit Fjölnis með 3 -1 sigri á TR c.

En leikur umferðarinnar var án vafa háspennu viðureign TR a og Breiðabliks a. TR a var með 2 vinninga forskot og 2 umferðir eftir. Það var því mikið í húfi fyrir annars vegar TR að verja forskotið og svo blikana að amk minnka það.

Gríðarleg spenna einkenndi viðureignina og hefur hún án vafa reynt mikið á taugar þjálfaranna, þeirra Daða Ómarssonar (TR a) og Björns Ívars Karlssonar (Breiðablik b). Hver leikur var dýr en sérstakt hrós fá þau 8 sem sátu við borðið og sýndu mikla og góða einbeitingu og sýndu að reynsla er byrjuð að byggjast vel upp hjá þeim.

Eftir langa og taugatrekkjandi viðreign marði Breiðablik a 2 ½ – 1 ½ sigur og því ljóst að andrúmsloftið var orðið rafmagnað fyrir síðustu 2 umferðirnar. Því aðeins munaði einum vinning og 8 vinningar í húfi í síðustu 2 umferðunum. Ljóst mál að hver skák gæti haft úrslita áhrif!

Staðan eftir 5 umferðir:
1. TR a 16 ½ vinningar.

  1. Breiðablik a 15 ½ vinningar.
  2. Breiðablik b 14 vinngar.
  3. Fjölnir a 12 ½ vinngar

Með því að vinna Breiðablik c 3 – 1 má segja að Breiðablik b hafi tryggt sér bronsið. Um leið datt sveitin samt í raun úr baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn því að bæði TR a, vann Fjölni b, og Breiðablik a, sem lagði TR c, unnu 4 – 0 í 6 og næst síðustu umferð! Og munurinn það mikill að ljóst var að Íslandsmeistaratitillinn færi annað hvort í Faxafenið eða í Kópavog.

Gárungarnir töluðu um að mótið væri sanngjarnar sett upp heldur en HM í Katar því að allar viðureignir fóru fram samtímis og því ekkert sem börnin og unglingarnir gátu nýtt sér varðandi úrslit í öðrum leikjum! Sem sagt, meiri spenna og var aðdáunarvert hve sveitirnar allar höndluðu hana og nutu taflmennskunnar á sama tíma!

7 umferð! Ljóst var að TR a og Breiðablik a myndu leggja allt í lokaumferðina! Aðeins einn vinningur skyldi liðin að og því morgunljóst að ekkert nema 4 – 0 sigur myndi gagnast Breiðablik a. Og það var nákvæmlega það sem að sveitin gerði! 4 – 0 sigur gegn TR c og því ljóst að TR þyrfti 3 ½ vinning gegn Fjölni b til að tryggja sér sigur!
TR a sýndi mikla yfirvegun og gerði betur en það, vann 4 – 0 og tryggði sér með því Íslandsmeistaratitilinn og hlustun á hinu magnaða sigurvegara lagi, We are the Champion með sveitinni Drottningin, hljómsveitinni með stóra greininum!

Sigurinn var mjög sanngjarn. Því að þau sýndu mesta stöðuleikann yfir keppnina og í svona jafnri og spennandi keppni er það lykilatriði. En það stendur líka eftir mótið alveg ótrúlega spennandi og skemmtileg barátta þriggja frábærra sveita, TR a og Breiðablik a og b. Þau eiga heiður skilið fyrir að búa til jafn taugatrekkjandi en stór skemmtilega skemmtun og keppni fyrir þá mörgu áhorfendum sem að fylgdust með keppninni!

Þegar tölfræðin er skoðuð að þá má sjá gríðarlega góða frammistöðu, svona kirsuberið yfir tertuna því að mörg krakkanna stóðu sig gríðarlega vel, 3 vinningahæstu leikmannanna. 2 fengu 7 vinninga, fullt hús! Það voru þeir Örvar Hólm Brynjarsson og Jósef Omarsson. Og í 3 sæti var Adam Omarsson með 6 ½ vinning. Þessir þrír unnu það magnaða afrek að vera taplausir í mótinu!

Lokaúrslit:

  1. TR a 24,5 vinningar.
  2. Breiðablik a 23,5 vinningar.
  3. Breiðablik b 20,5 vinningar.

Borðaverðlaun.

  1. Borð: Birkir Hallmundarson Breiðablik b, Gunnar Erik Guðmundsson Breiðablik a og Ingvar Wu Skarphéðinsson TR a með 6 vinninga.
  2. Adam Omarsson TR a með 6,5 vinningar.
  3. Örvar Hólm Brynjarsson Breiðablik b 7 vinningar.
  4. Jósef Omarsson TR a 7 vinningar.

Öll úrslit má sjá hér.

Íslandsmeistarar í B flokki brutu blað í sögu Taflfélags Garðabæjar!

Sveit TG a braut blað í sögu félagsins með því að verða fyrsta unglingasveit TG sem verður Íslandsmeistari. Sveitin fékk 15 vinninga en keppnin í B flokki var ekki síður hörð og spennandi eins og í Íslandsmótinu!
Mikil samheldni einkenndi sveitina og hrein unun að sjá hve þétt þeir stóðu saman og telfdu með bros á vör!

Keppnin var svo hörð að 6 sveitir skiptust á að verma fyrsta sætið! Frá fjórum félögum!

2 sætið féll í skaut TR C sem fékk 14 vinninga.

Í 3 varð Fjölnir C með 14 vinninga. En Fjölnir var með flestar sveitir í mótinu, hvorki meira né vinna en 7 sveitir!

Taflfélag Garðabæjar vill þakka sérstaklega öllum leikmönnum þeirra 16 sveita sem tóku þátt í mótinu sem og þjálfurum og starfsliði þeirra. Og ekki síst stuðningsmönnum. Afar góður og skemmtilegur andi var yfir mótinu þrátt fyrir harða baráttu þar sem ekki var gefin tomma eftir! 

Það er einnig ljóst að hin frábæra aðstaða Taflfélags Garðabæjar, Miðgarður, býður upp á mjög marga möguleika í framtíðinni því að virkilega vel fór um alla viðstadda, keppendur sem og stuðningsmenn.

Skákstjórar voru Páll Sigurðsson, sem var einnig yfirdómari á þessari miklu skákhátíð, og Jóhanna Björg Jóhannsdóttir.

Fyrsta Íslandsmót sveita 8 ára og yngri!

Mjög stórt og mikilvægt skref var stigið í mótinu þegar í fyrsta skipti var keppt um Íslandsmeistaratitil sveita 8 ára og yngri! Þetta er mjög mikilvægt skref því að það er afar mikill munur, varðandi marga þætti, og krökkum sem eru bara 1-2 árum eldri.

Óhætt er að segja að þetta mót hafi slegið í gegn. Þjálfarar margra liða sögðu að þeir hefðu ekki sent, skiljanlega, þessi börn í mótið ef að þetta mót hefði ekki verið. Sá tími hefði ekki verið kominn. Í staðinn gátu þau komið og skemmt sér afar vel í keppni við börn á sama aldri og í jafnri keppni.
Margir foreldrar töluðu á sömu nótum. Svo það var sérstaklega ánægjulegt að geta boðið upp á þetta mót í fyrsta skipti á þessari miklu skákhátíð barna og ungmennasveita!

Sigurvegarar mótsins, og um leið fyrstu Íslandsmeistarar sveita 8 ára og yngri var A sveit Breiðabliks. Hún var áberandi sterkust sem að sýndi sig best í mikilli breidd og miklum stöðugleika. 

Lokaúrslit urðu:
1. Breiðablik a 22,5 vinningar af 28 mögulegum.

  1. KR a 17 vinningar.
  2. Fjölnir a 13 vinningar.

Borðaverðlaun hlutu:

1 borð: Funi Jónsson KR a 6 vinningar af 6 mögulegum

2 borð: Nam Breiðablik a 6 vinningar af 6 mögulegum.

3 borð: Dawid Breiðablik a 5,5 vinningar af 6 mögulegum.

4 borð: Bjarki, Breiðablik a 6 vinningar af 6 mögulegum.

Öll úrslit má sjá hér.

Eins og hjá þeim eldri voru allir leystir út með gjöfum í lok móts.

Skákstjóri var Lenka Ptacnikova. En hún er einnig hugmyndasmiður þessa móts!

Taflfélag Garðabæjar vill þakka sérstaklega öllum leikmönnum þeirra 8 sveita sem tóku þátt í mótinu sem og þjálfurum og starfsliði þeirra. Og eins og í eldri flokknum að þá vill félagið ekki síst þakka stuðningsmönnum þeirra.
Mjög ánægjulegt var að sjá um mótið með þessum skemmtilega hóp! 

Höfundur og myndasmiður: Jóhann H. Ragnarsson.