Gunnar Björnsson afhendir Hilmari gullmerkið. Mynd: ÞM.

Hilmari Viggóssyni var afhent gullmerki Skáksambands Íslands fyrir skemmstu. Hilmar var gjaldkeri Skáksambands Íslands þegar einvígi aldarinnar fór fram.

Afhendingin fór fram við upphaf Friðriksmóts Landsbankans 3. desember sl. en tilkynnt var á afmælishátíðinni á Natura að til stæði að afhenda Hilmari merkið.

Hilmari er óskað innilega til hamingju. Skákhreyfingin er honum og öðrum sem komu að þessum stórkostlega viðburði, sem hafði gríðarleg áhrif á íslenskt skáklíf, fyrir 50 árum síðan ævinlega þakklát.