Hjörvar Steinn Grétarsson sigraði Íslandsmótið í atskák sem fram fór á Selfossi í gær eftir einvígi við Dag Ragnarsson.

Með sigrinum tryggði Hjörvar sér „þrennuna“ Íslandsmeistari í kappskák, atskák og Fischer-slembiskák.

Skipuleggjendur mótsins vilja þakka Tómasi Þóroddssyni sérstaklega fyrir að hafa fjármagnað mótið og komið afar rausnarlega að mótinu.

Mótið fór fram við frábærar aðstæður í Bankanum Vinnustofu.

Sýnt var beint frá mótinu á Stöð 2 Vísi og á Vísi.is þar sem fleiri þúsundir manns voru föst við skjáinn í fleiri klukkutíma!

Útsendingin var í umsjón Chess After Dark og Ingvars Þórs Jóhannessonar.

Tómas Þóroddsson eigandi Messans lék fyrsta leik mótsins fyrir Hjörvar Stein Grétarsson gegn Degi Kjartanssyni.

Jóhann Hjartarson lenti í þriðja sæti og átti nokkrar skemmtilegar og vel tefldar skákir á mótinu.

Aukaverðlaunahafar:

  • Efsti maður með 2000 stig og minna: Jóhanna Björg Jóhannsdóttir
  • Efsta konan: Jóhanna Björg Jóhannsdóttir
  • Efsti maður með 1600 stig og minna: Brynjar Bjarkason

Lokastöðu mótsins má sjá hér: http://chess-results.com/tnr706509.aspx?lan=1&art=1&rd=9&flag=30

Útsending Chess After Dark ásamt Ingvari hér: https://www.youtube.com/watch?v=uFsbZefgKMc&ab_channel=ChessAfterDark

Chess After Dark vill þakka öllum sem komu að mótinu og lögðu leið sína á Selfoss, er um að ræða annað Íslandsmótið sem Chess After Dark heldur á einungis tveimur vikum.

Sérstakar þakkir fá Ingvar Þór Jóhannesson og Róbert Lagerman.

CAD brósar eru rétt að byrja og stefna á að vera með bæði þessi mót aftur að ári, og erum frekar í þeim pælingum að bæta við.

Þar til næst!

Kær kveðja,

Birkir Karl