Norðurlandameistarar Lindaskóla og bronssveit Vatnsendaskóla. Mynd: Agnar Tómas Möller.

NM skólasveita fór fram um helgina í Fredericia í Danmörku. Í fyrsta skipti sem mótið fer fram síðan 2019 vegna heimsfaraldurs Covid-19. Um var að ræða 2022-mótið sem ekki náðist að halda síðasta haust. Vatnsendaskóli tók þátt í grunnskólamótinu (1.-10. bekkur) en Lindaskóli í barnaskólamótinu (1.-7. bekkur). Sveitirnar fóru báðar hægt af stað en bitu heldur betur frá sér þegar á leið.

NM barnaskólasveita

Norðurlandameistarar Lindaskóla ásamt liðsstjóranum Arnari Milutin.

Lindaskóli hlaut 13½ vinning eftir stórsigur á Danmörku II í lokaumferðinni í morgun. Sveitin varð tveimur vinningum fyrir ofan sveitir Finnlands og Noregs sem komu næstar.

Lokastaðan

 1. Lindaskóli 13½
 2. Finnland 11½
 3. Noregur 11½
 4. Danmörk I 11
 5. Svíþjóð 7½
 6. Danmörk II 5

Sveit Norðurlandameistara Lindaskóla skipuðu

 1. Birkir Hallmundarson (1516) 4½ af 5
 2. Sigurður Páll Guðnýjarson (1501) 3½ af 5
 3. Engilbert Viðar Eyþórsson (1433) 3 af 5
 4. Örvar Hólm Brynjarsson (1254) 2½ af 4
 5. Nökkvi Hólm Brynjarsson (1022) 0 af 1

Liðsstjóri var Arnar Milutin Heiðarsson.

NM grunnskólasveita

Vatnsendaskóli tók bronsið.

Vatnsendaskóli tók bronsið í eldri flokki. Þar tefldu fram Danir þremur sveitum þar sem Noregur sendi ekki lið til keppni. Danmörk II tefldi sem gestasveit (bland úr tveimur skólum) og bronsið því Vatnsendaskóla.

 1. Danmörk II 16½
 2. Danmörk III 12½
 3. Danmörk I 10
 4. Vatnsendaskóli 8
 5. Svíþjóð 7½
 6. Finnland 5½

Sveit Vatnsendaskóla skipuðu

 1. Mikael Bjarki Heiðarsson (1660) 1½ af 5
 2. Tómas Möller (1513) 2 af 5
 3. Jóhann Helgi Hreinsson (1412) 2½ af5
 4. Arnar Logi Kjartansson (1190) 1 af 2
 5. Guðmundur Orri Sveinbjörnsson (1116) 1 af 3

Liðsstjóri var Agnar Tómas Möller.

Þess má geta að 2023-mótið fer fram Íslandi.