NM skólasveita fór fram um helgina í Fredericia í Danmörku. Í fyrsta skipti sem mótið fer fram síðan 2019 vegna heimsfaraldurs Covid-19. Um var að ræða 2022-mótið sem ekki náðist að halda síðasta haust. Vatnsendaskóli tók þátt í grunnskólamótinu (1.-10. bekkur) en Lindaskóli í barnaskólamótinu (1.-7. bekkur). Sveitirnar fóru báðar hægt af stað en bitu heldur betur frá sér þegar á leið.
NM barnaskólasveita
Lindaskóli hlaut 13½ vinning eftir stórsigur á Danmörku II í lokaumferðinni í morgun. Sveitin varð tveimur vinningum fyrir ofan sveitir Finnlands og Noregs sem komu næstar.
Lokastaðan
- Lindaskóli 13½
- Finnland 11½
- Noregur 11½
- Danmörk I 11
- Svíþjóð 7½
- Danmörk II 5
Sveit Norðurlandameistara Lindaskóla skipuðu
- Birkir Hallmundarson (1516) 4½ af 5
- Sigurður Páll Guðnýjarson (1501) 3½ af 5
- Engilbert Viðar Eyþórsson (1433) 3 af 5
- Örvar Hólm Brynjarsson (1254) 2½ af 4
- Nökkvi Hólm Brynjarsson (1022) 0 af 1
Liðsstjóri var Arnar Milutin Heiðarsson.
NM grunnskólasveita
Vatnsendaskóli tók bronsið í eldri flokki. Þar tefldu fram Danir þremur sveitum þar sem Noregur sendi ekki lið til keppni. Danmörk II tefldi sem gestasveit (bland úr tveimur skólum) og bronsið því Vatnsendaskóla.
- Danmörk II 16½
- Danmörk III 12½
- Danmörk I 10
- Vatnsendaskóli 8
- Svíþjóð 7½
- Finnland 5½
Sveit Vatnsendaskóla skipuðu
- Mikael Bjarki Heiðarsson (1660) 1½ af 5
- Tómas Möller (1513) 2 af 5
- Jóhann Helgi Hreinsson (1412) 2½ af5
- Arnar Logi Kjartansson (1190) 1 af 2
- Guðmundur Orri Sveinbjörnsson (1116) 1 af 3
Liðsstjóri var Agnar Tómas Möller.
Þess má geta að 2023-mótið fer fram Íslandi.