Eftirfarandi upplýsingapóstur var sendur til aðildarfélaga SÍ í gær.
————
Til aðildarfélaga SÍ.
Stjórn SÍ hélt stjórnarfund 7. febrúar 2023. Auk þess hefur mótanefnd skoða dagsetningar móta framundan.
Fundargerð þess fundar sem og eldri funda má finna hér: https://skak.is/skaksamband/fundargerdir/
- Mót framundan.
a) Landsliðsflokkur Skákþings Íslands
Verður haldin í Ásvöllum í Hafnarfirði 15.-25. maí. Þegar er búið að senda tölvupóst til þeirra sem hafa keppnisrétt.
Sjá: https://skak.is/2023/02/06/landslidsflokkur-fer-fram-a-asvollum-i-mai/
Mót á næstunni eru
b) Staðfest mót í vetur/vor
- Íslandsmót barnaskólasveita, 1.-3. bekkur, 11. mars – https://skak.is/2023/02/14/islandsmot-barnaskolasveita-1-3-bekkur-fer-fram-11-mars-i-rimaskola/
- Íslandsmót skákfélaga, 16.-19. mars – https://skak.is/2023/02/13/sidari-hluti-islandsmots-skakfelaga-fer-fram-16-19-mars/
- Reykjavíkurskákmótið, 29. mars – 4. apríl – https://www.reykjavikopen.com/
- Íslandsmót skólasveita, 22. og 23. apríl – https://skak.is/event/islandsmot-skolasveita-2023/?instance_id=21530
c) Mót síðsumars/haust (óstaðfestar en líklegar dagsetningar)
- Áskorendaflokkur Skákþings Íslands – 26. ágúst – 3. september
- Íslandsmót kvenna og Íslandsmót öldunga – 18.-24. september
- NM skólasveita 2023 – 29. september – 1. október
- Íslandsmót skákfélaga 2023-24, 12.-15. október
2. Þátttaka á unglingamótum erlendis
Stjórn SÍ hefur ákveðið að senda hóp ungmenna á EM ungmenna sem fram fer í Mamaia í Rúmeníu, 4.-18. september.
Afreksmörk og lágmörk til þátttöku hafa verið uppfærð m.t.t. til EM/HM ungmenna 2022. Sjá: https://skak.is/skaksamband/reglur-um-val-keppenda-a-barna-og-unglingaskakmot-erlendis/
3. Agareglur og siðareglur SÍ
Samskiptaráðgjafi íþrótta og æskulýðsstarfs hefur mælst til þess SÍ kynni agareglur sambandsins vel fyrir aðildarfélögum sínu og beinir því til þeirra að kynna þau fyrir öllum sínum þátttakendum.
Samskiptaráðgjafi beinir því jafnframt að SÍ kynni hlutverk ráðgjafans og viðbragaáætlun íþrótta- og æskulýðstarf og geri þær kröfur að þeim upplýsingum sé komið á framfæri við sína meðlimi.
Á skak.is má nú finna tengil á heimasíðu Samskiptaráðgjafa.
Stjórn SÍ hvetur forráðamenn aðildarfélaga að kynna agareglugerðina fyrir sínum félagsmönnum og jafnframt að hengja upp reglugerðina í skákrými á áberandi stað.
Agareglugerð SÍ: https://skak.is/skaksamband/wp-content/uploads/sites/8/2022/06/Agareglugerd-SI-17.-mai-2022-breytt-2.-juni-2022.pdf
Eftir því hefur verið óskað að hafa helstu ákvæði innanlands á einblöðungi til að hengja upp í skáksal.
Einblöðungurinn: Agareglugerð SÍ – helstu ákvæði
Bestu kveðjur,
Stjórn Skáksambands Íslands