Eitt mest spennandi Íslandsmót barnaskólasveita, 1.-3. bekkur, í manna minnum fór fram í Rimaskóla í gær. Miklur sveiflur voru á mótinu og skiptust ýmsar sveitir á því að hafa forystu á mótinu. Ljóst var í loks mótsins að baráttan yrði á milli Melaskóla og Rimaskóla. Melaskóli vann sigur eftir harða baráttu við gestgjafana í Rimaskóla eftir spennandi lokaumferð. Aðeins munaði einum vinningi á sveitunum.
Lið Íslandsmeistara Melaskóla skipuðu:
Funi Jónsson, Hugi Vilmundur Arnarsson, Kári Nikulásson og Dagur Ari Magnússon.

Flúðaskóli varð í þriðja sæti og jafnframt hlaut sveitin verðlaun sem besta landsbyggðarsveitin. Vel gert á sínu fyrsta móti.

B-sveit Melaskóli varð jöfn að vinningum en lægri á stigum og endaði í fjorða sæti.
C-sveit Melaskóli varð efst c-sveita

og d-sveit Álfhólsskóla efst d-sveita.
Skáksambandið þakkar öllum liðsstjórum, foreldrum og ekki síst krökkunum sjálfum fyrir skemmtilegt mót.
Nokkrar myndir frá skákstað.