Vatnsendaskóli tók þátt á NM skólasveita

Það verður (skóla)skákveisla helgina 22 og 23. apríl 2023. Þá fara fram tvö skólaskákmót í Rimaskóla. Íslandsmót barnaskólasveita (4.-7. bekkur) fer fram laugardaginn, 22. apríl og Íslandsmót grunnskólasveita (8.-10. bekkur) fer fram sunnudaginn, 23. apríl.

Athygli er vakin á því að yngri nemendur geta mögulega teflt á báðum mótunum.  

ÍSLANDSMÓT BARNASKÓLASVEITA (4.-7 BEKKUR)

Mótið fer fram laugardaginn, 22. apríl í Rimaskóla og hefst kl. 13. Mæting kl. 12:45. Tefldar verða átta umferðir eftir svissneska kerfinu. Umhugsunartími verður 10+2 mínútur á skák fyrir hvern keppenda. Mótinu ætti að vera lokið um kl. 17.

Hver skóli getur sent fleiri en eina sveit. Í hverri sveit eru fjórir skákmenn. Keppendur skulu vera í 4.–7. bekk en þó er nemendum úr í 1.–3. bekk leyfilegt að tefla með en þá eingöngu í a-og b-sveit. Í hverri sveit mega vera allt að þrír varamenn.

Þátttökugjöld kr. 10.000 kr.- á  sveit. Þó ekki hærra en 20.000 kr. á skóla. Frítt er fyrir sveitir utan höfuðborgarsvæðisins.

Veitt verða verðlaun fyrir efstu b-e sveitir ásamt verðlaunum fyrir efstu sveitir af landsbyggðinni. Veitt verða borðaverðlaun fyrir bestan árangur á 1.-4. borði.

Tvær efstu sveitir mótsins hljóta rétt til þátttöku á Norðurlandamóti barnaskólasveita sem fram fer hérlendis í október nk.

Núverandi Íslandsmeistari barnaskólasveita (4.-7. bekkur) er Vatnsendaskóli. Nánar um mótið í fyrra hér.

Skráningu skal lokið í síðasta lagi kl. 16, fimmtudaginn 20. apríl. Ekki er hægt að skrá sveitir eftir þann tíma.

ÍSLANDSMÓT GRUNNSKÓLASVEITA (8.-10. BEKKUR) 

Mótið fer fram sunnudaginn 23. apríl í Rimaskóla og hefst kl. 13. Mæting kl. 12:45. Tefldar verða sjö umferðir eftir svissneska kerfinu. Umhugsunartími verður 10+2  mínútur á skák fyrir hvern keppenda. Áætlað er að mótinu ljúki um kl. 17.

Hver skóli getur sent fleiri en eina sveit. Í hverri sveit eru fjórir skákmenn. Keppendur skulu vera í 8.-10. bekk en þó er nemendum úr í 1.–7. bekk leyfilegt að tefla með en þá eingöngu í a- og b-sveit. Í hverri sveit mega vera allt að þrír varamenn.

Þátttökugjöld kr. 10.000 kr.- á  sveit. Þó ekki hærra en 20.000 kr. á skóla. Frítt er fyrir sveitir utan höfuðborgarsvæðisins.

Veitt verða verðlaun fyrir efstu b-e sveitir ásamt verðlaunum fyrir efstu sveitir af landsbyggðinni. Veitt verða borðaverðlaun fyrir bestan árangur á 1.-4. borði.

Tvær efstu sveitir mótsins hljóta rétt til þátttöku á Norðurlandamóti barnaskólasveita sem fram fer hérlendis í október nk. .

Núverandi Íslandsmeistari grunnskólasveita er Vatnsendaskóli. Nánar um mótið í fyrra hér.

Skráningu skal lokið í síðasta lagi kl. 16, fimmtudaginn 20. apríl. Ekki er hægt að skrá sveitir eftir þann tíma.