NM stúlkna lauk í gær í Helsingborg í Svíþjóð. Sex íslenskar tóku þátt.
Iðunn Helgadóttir vann sannfærandi sigur í b-flokki (u17). Hún varð ein efst með 4 vinninga í umferðunum fimm og var með Norðurlandameistari stúlkna! Afar vel gert hjá Iðunni sem hefur verið á mikilli siglingu síðustu misseri.
Guðrún Fanney Briem (1575) vann tvær síðustu skákirnar og hlaut 4 vinninga. Niðurstaðan varð 1.-3. sæti. Oddastigaútreikningur féll ekki með Guðrúnu og bronsið niðurstaðan.
B-flokkur (U17)
Iðunn Helgadóttir (1622) varð efst með 4 vinninga í skákunum fimm.

Katrín María Jónsdóttir (1091) hlaut 1 vinning og endaði í 9.-10. sæti.
C-flokkur (U13)
Guðrún Fanney Briem (1575) hlaut 4 vinninga og endaði í 1.-3. sæti. Hlaut bronsins eftir oddastigaútreikning.

Emilía Embla B Berglindardóttir (1108) og Sigrún Tara Sigurðardóttir hlutu 2½ og enduðu í 7.-11. sæti

Tara Líf Ingadóttir (1023) fékk 1 vinning og varð í 14.-15. sæti.

Fararstjóri var Helgi Ólafsson og eru honum þökkuð góð störf!