Stjórn Skáksambands Íslands boðar hér með til aðalfundar Skáksambandsins í samræmi við 5. gr. laga SÍ.

Fundurinn verður haldinn laugardaginn 10. júní 2023 kl. 10:00 í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12.

Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf skv. 8. gr. laga SÍ.

Vakin er athygli á eftirfarandi atriðum:

  • Tillögur að breytingum á lögum og skáklögum ber að senda stjórn SÍ í síðasta lagi 21. maí, sbr. 16. gr. laga SÍ. Þær verða birtar á vefsíðu SÍ í síðasta lagi 27. maí ásamt ársreikningi, sbr. 7. gr. laganna.
  • Tilkynningar um framboð til embættis forseta SÍ skulu berast skrifstofu SÍ í síðasta lagi 31. maí sbr. 10. gr. laga SÍ.
  • Um atkvæðisrétt á fundinum gilda svohljóðandi ákvæði 6. gr. laga SÍ:  ,,Við atkvæðagreiðslu á aðalfundi fer hvert félag með eitt atkvæði enda geti það sýnt fram á a.m.k. 10 félagsmenn með lögheimili á Íslandi og virka skákstarfsemi. Eitt atkvæði bætist við hjá félagi fyrir hverja sveit sem það sendir á Íslandsmót skákfélaga það árið. Standi aðildarfélag í gjaldfallinni skuld við sambandið hefur það ekki rétt til að eiga fulltrúa með atkvæðisrétt á aðalfundi. Við atkvæðagreiðslu um kjörbréf í upphafi fundar skal gilda sú regla, að hvert félag fari ekki með fleiri atkvæði en það hafði á aðalfundi árið áður. Hver kjörinn aðalfundarfulltrúi fer aðeins með eitt atkvæði. Ekki er heimilt að greiða atkvæði samkvæmt umboði eða bréfleiðis. Við atkvæðagreiðslur á aðalfundi ræður einfaldur meirihluti atkvæða, nema um þau mál sem sérstaklega eru tilgreind í þessum lögum.“

Stjórn Skáksambands Íslands