Eftirfarandi tölvupóstur var sendur til aðildarfélaga SÍ í gær.

——————–

Kæru forráðamenn skákfélaga.

SÍ hélt stjórnarfund 9. maí sl. Fundargerðina og eldri fundargerðir má finna hér: https://skak.is/skaksamband/fundargerdir/

Meðal þess sem ákveðið var:

  1. Aðalfundur SÍ fer fram 10. júní nk. Nánar upplýsingar má finna hér: https://skak.is/2023/05/10/adalfundur-si-verdur-haldinn-10-juni/

2. Það liggur fyrir hvaða íslensk lið fá keppnisrétt á NM skólasveita sem haldið verður á Íslandi, að öllum líkindum 29. september – 1. október. Annað lið Íslands í hvorum flokki er þó háð því að það standi annars á stöku. Í yngri flokki verða það: Lindaskóli og Vatnsendaskóli og í eldri flokki Vatnsendaskóli og Landakotsskóli

3. Svæðamót vegna Landsmótsins í skólaskák sem fram fer í Kópavogi, helgina 10. og 11. júní, eru hafnar þótt að allar dagsetningar liggi ekki enn fyrir.

Nýja reglugerð um Landsmótið má finna hér: https://skak.is/skaksamband/um-ssi/reglugerdir/reglugerd-um-skolaskak/

  • Reykjavík – 25. maí
  • Kópavogur – er í vinnslu
  • Kraginn (Hafnarfjörður, Garðabær, Seltjarnarnes, Mosfellsbær) – er í vinnslu
  • Suðurnes (lokið)
  • Suðurland (22. maí)
  • Norðurland (13. maí)
  • Ásamt svæðamótunum er haldin ein undankeppni á netinu fyrir grunnskólanemendur sem búa á svæðum (hinum gömlu kjördæmum) sem eru ekki tilgreind að ofan: Norðurland vestra, Vestfirðir, Austfirðir og Vesturland – er í vinnslu.

4. Allt að fimm íslensk skákfélög geta tekið þátt í EM taflfélaga sem fram fer í Albaníu 1.-7. október. Ákveðið að senda póst á íslensk skákfélög og athuga hvaða félög hafa áhuga á þátttöku.  Frestur gefin til 1. júní. Ef fimm eða færri félög hafa óskað eftir þátttöku fá þau sjálfkrafa þátttökurétt fyrir Íslands hönd. Ef fleiri en fimm verður athugað hvort hægt er að fá fleiri sæti. Ef það þarf að takmarka þátttöku  verður farið eftir lokastöðu síðasta Íslandsmóts skákfélaga.

Kveðja,
Stjórn SÍ