Tveir verða í kjöri til forseta Skáksambands Íslands (SÍ) á aðalfundi sambandsins 10. júní næstkomandi en framboðsfrestur rann út 31. maí. Þeir eru Gunnar Björnsson, núverandi forseti, og alþjóðlegi skákdómarinn Kristján Örn Elíasson. Forseti er kosinn til tveggja ára í leynilegri kosningu og þar hafa atkvæðisrétt kjörnir fulltrúar á fundinum, sbr. 6. og 10. gr. laganna.

Þorsteinn Magnússon