Flestir keppendur Landsmótsins. Mynd: Daði Óm.

Landsmótinu í skólaskák lauk í gær en mótið fór fram í Siglingasalnum í Kópavogi. Teflt var í þremur flokkum.

Gunnar Erik Guðmundsson, varð Íslandsmeistari í elsta flokki (8.-10. bekkur), Jósef Omarsson í miðflokki (5.-7. bekkur) og Tristan Fannar Jónsson í yngsta flokki (1.-4. bekkur). Þess má geta að þetta var í fyrsta skipti sem teflt var í þeim flokki.

Nýjasti stórmeistari okkur Íslendinga, nýjasti Íslandsmeistarinn og fyrrum Landsmótsmeistari, Vignir Vatnar Stefánsson kom svo og afhendi veriðlaunin.

Lokastaðan

1.-4. bekkur

Verðlaunahafar ásamt VVS.

Tristan Fannar Jónsson og Karma Halldórsson komu hnífjafnir í mark. Hlutu báðir 10½ vinning í 11 skákum. Þeir tefldu aukakeppni þar sem Tristan hafði sigur 1½-½.

  1. Tristan Fannar Jónsson (Rimaskóli) 10½ + 1½
  2. Karma Halldórsson (Grunnskóla Ísafjarðar) 10½ + ½
  3. Nam Qooc Nguyen (Melaskóla) 8 v.

Karma fékk jafnframt verðlaun fyrir bestan árangur landsbyggarðmanns.

Lokasaðan á Chess-Results

5.-7. bekkur

Verðlaunahafar ásamt VVS.
  1. Jósef Omarsson (Landakotsskóli) 10 v.
  2. Birkir Halldmundarson (Linaskóli) 9 v.
  3. Guðrún Fanney Briem (Hörðuvallaskóli) 9 v.

Sigþór Árni Sigurgeirsson (Oddeyrarskóla, Akureyri) sem varð fjórði fékk landsbyggðarverðlaunin.

Lokastaðan á Chess-Results

8.-10. bekkur

  1. Gunnar Erik Guðmundsson (Salaskóli) 10 v.
  2. Mikael Bjarki Heiðarsson (Vatnsendaskóla ) 9 v.
  3. Adam Omarsson (Landakotsskóla) 8½ v

Markús Orri Óskarsson (Síðuskóla, Akureyri) fékk landsbyggðarverðlaunin.

Staðan á Chess-Results

Beinar útsendingar

Myndir (Daði Ómarsson)