Landsliðsflokkur Skákþings Íslands 2024 verður haldinn í Mosfellsbæ 16.-28. apríl nk. Mótsstaður verður Íþróttamiðstöðin Kletti (Golfskálinn við Hlíðarvöll).

Dagskrá mótsins

Allar umferðir hefjast kl. 15 nema að lokaumferðin hefst kl. 13. Eftirtaldir eiga beinan keppnisrétt.

 1. GM Vignir Vatnar Stefánsson (landsliðsflokkur)
 2. GM Hannes Hlífar Stefánsson (landsliðsflokkur)
 3. GM Guðmundur Kjartansson (landsliðsflokkur)
 4. GM Bragi Þorfinnsson (áskorendaflokkur)
 5. CM Bárður Örn Birkisson (áskorendaflokkur)
 6. GM Hjörvar Steinn Grétarsson (skákstig)
 7. GM Héðinn Steingrímsson (Skákstig)
 8. GM Helgi Áss Grétarsson (skákstig)
 9. Ungmennameistari Íslands (skýrist 18. desember)
 10. WIM Olga Prudnykova (Íslandsmeistari kvenna)
 11. Boðssæti (Skýrist eftir 18. desember)
 12. Boðssæti (Skýrist eftir 18.desember)