Hilmir tekur við verðlaunagripnum sem Unglingameistari Íslands 2022

Meistaramót Skákskóla Íslands  – Ungmennameistaramot Íslands Íslands (u22) verður haldið dagana 14.–17. desember nk. Teflt verður húsnæði Skákskóla Íslands, Faxafeni 12. Sigurvegarinn, tryggir sér keppnisrétt í landsliðsflokki á Skákþingi Íslands 2024.

Skráningarfrestur er til kl. 12 á keppnisdag. 

Dagskrá:

  1. umferð, kl. 18, fimmtudaginn 14. desember
  2. umferð, kl. 18, föstudaginn 15. desember .
  3. umferð kl.: 11, laugardaginn 16. desember
  4. umferð kl.: 16, laugardaginn, 16. desember
  5. umferð kl.: 11, sunnudaginn 17. desember
  6. umferð kl.: 16, sunnudaginn, 17. desember

* Hægt verður að taka eina hálfs vinnings yfirsetu í 1. – 3. umferð.

  • Verðlaunaafhending fer fram strax að móti loknu.

Mótið er opið öllum skákmönnum fæddum 2001 og síðar. Miðað er við að keppendur hafi 1600 elo stig eða meira eða hafi verið meðal verðlaunahafa í flokkum u12 og u16 á Íslandsmóti ungmenna 2023.

Teflt verður um sæmdarheitin Meistari Skákskóla Íslands 2023 og titilinn Unglingameistari Íslandss 2023. Meistari Skákskóla Íslands getur einungis orðið keppandi sem er fæddur árið 2003 eða síðar.

Verði menn jafnir að vinningum skal teflt um það hver telst sigurvegari  mótsins. Mótsstig eru látin gilda um önnur sæti verði menn jafnir að vinningum.

Tímamörk verða 90+30.

Mótið er reiknað til alþjóðlegra skákstiga.

Mótið fer fram í húsnæði Skákskóla Íslands að Faxafeni 12.

Skráning er til kl. 12, fimmtudaginn, 14. desember á skák.is.

Verðlaun:

1. sæti: Farmiði að verðmæti kr. 50 þúsund + uppihaldskostnaður kr. 45 þús. Þátttökuréttur í landsliðsflokki á Skákþingi Íslands 2023. Þá er keppt um tvo titla.

2. sæti: Farmiði að verðmæti kr. 50 þús.

3.–5. sæti: Úttekt hjá Chessable.

Auk þess verða veitt stigaflokkaverðlaun í mótinu:

1800 -2100 elo:

  1. verðlaun: Farmiði að verðmæti kr. 40 þús.

1600 – 1800 elo:

  1. verðlaun: Farmiði að verðmæti kr. 40 þús.

* Ekki er hægt að vinna til verðlauna nema í einum flokki.

* Skákir mótsins verða sýndar í beinni útsendingu.

* Keppendur afhendi mótstsjórn síma sína fyrir hverja umferð.

Mótsstjórn áskilur sér rétt til að gera breytingar á boðaðri dagskrá.

Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands

Helgi Ólafsson, skólastjóri Skákskóla Íslands