Íslandsmeistarar Melaskóla
Funi Jónsson, Hugi Vilmundur Arnarsson, Kári Nikulásson og Dagur Ari Magnússon. 

Íslandsmót barnaskólasveita, 1.-3. bekkur fer fram laugardaginn 24. febrúar í Rimaskóla og hefst kl. 13.

Tefldar verða sjö umferðir eftir svissneska kerfinu. Umhugsunartími 5+2 á hvern keppenda.

Hver skóli getur sent fleiri en eina sveit – en hver sveit er skipuð fjórum nemendum 1.-3. bekkjar (auk allt að fjögurra varamanna). 

Þátttökugjöld kr. 10.000 kr.- á  sveit. Þó ekki hærra en 20.000 kr. á skóla. Frítt er fyrir sveitir utan höfuðborgarsvæðisins.

Veitt verða verðlaun fyrir efstu þrjár sveitirnar og einnig efstu b-e sveitir sem og þrjár efstu landsbyggðarsveitirnar. Veitt verða frammistöðuverðlaun fyrir þá einstaklinga sem fá 6 vinninga eða fleiri (liðsstjórar bera ábyrgð á því að koma upplýsingum til skákstjóra)

Núverandi Íslandsmeistari barnaskólasveita (1.-3. bekkur) er Melaskóli. Nánar um mótið í fyrra hér.

Skráningu skal lokið í í síðasta lagi kl. 16,  þann 22. febrúar. Ekki er hægt að skrá sveitir eftir þann tíma.