Íslandsmeistarar Rimaskóla ásamt liðsstjórum. Mynd: GPJ

Íslandsmót barnaskólasveita, 1.-3. bekkur fór fram laugardaginn 24. febrúar í Rimaskóla. Svo fór að heimamenn í Rimaskóla unnu keppnina eftir harða baráttu við Melaskóla og Landakotsskóla en þessir þrír skólar höfðu nokkra yfirburði.

25 sveitir tóku þátt og var gaman að sjá ný lið sem ekki hafa sést oft eins og Fellaskóla, Hofstaðaskóla og Hvaleyrarskóla.

Rimskóli var með bestu b-sveitina og Hvaleyrarskóli bestu c-sveitina. Rimaskóli tók svo verðlaun bestu d- og e-sveita og fullkomnaði þar með frábæran árangur.

Lið Íslandsmeistara Rimaskóla skipuðu:

 1. Erlendur Sigurðarson
 2. Alexander Felipa
 3. Alexander Leó Óskarsson
 4. Patrekur Einarsson

Liðsstjóri var Björn Ívar Kalsson.

Silfurlið Melaskóla

Lið silfurliðs Melaskóla skipuðu:

 1. Hafþór Haarde Vignisson
 2. Breki Ragnarsson
 3. Þröstur Ragnarsson
 4. Frímann Ólafsson

Liðsstjóri var Vignir Örn Hafþórsson

Lið bronsliðs Landakotsskóla skipuðu:

 1. Yahya Sulaman Nawaz
 2. Miroslava Skibini
 3. Ponsika Vallinayagam
 4. Sarvina Jasline Nirmal Johnpaul

Liðsstjóri Muhammad Sulaman Nawaz

Lokastaðan á Chess-Results

Árangursverðlaun hlutu

 1. borð
 • Dagur Sverrisson (Vesturbæjarskóli) 7 v.
 • Erlendur Sigurðarson (Rimaskóli) 7 v.

2. borð

 • Miraslava Skibini (Landakostsskóli( 7 v.
 • Breki (Melaskóli) 6 v.

3. borð

 • Þröstur (Melaskóli) 6 v.
 • Alexander Leó Óskarsson (Rimaskóli) 6 v.

4. borð

 • Giang (Austurbæjarskóli) 6 v.
 • Patrekur Einarsson (Rimaskóli) 6 v.
B-sveit Rimaskóla.
D-sveit Rimaskóla
C-sveit Hvaleyrarskóla

 

Skákstjórar voru Páll Sigurðsson, Hildur Berglind Jóhannsdóttir, Gauti Páll Jónsson, Andrey Prudnykov og Hrund Hauksdóttir.

Stjórn SÍ vill þakka öllum þeim sem komu nálægt mótinu. Skákstjórum fyrir flott starf, Rimaskóla fyrir húsnæðið foreldrum fyrir þolinmæðina og ekki síst keppendunum sjálfum fyrir taflmennskuna. Skák er skemmtileg!

Gauti Páll tók myndirnir