Íslandsmeistarar Lindaskóla

Íslandsmót barnaskólasveita (4.-7. bekkur) fór fram laugardaginn, 13. apríl í Rimaskóla.  Svo fór að Lindaskóli vann mótið með fáheyrðum yfirburðum. Sveitin hlaut 31 vinning af 32 mögulegum!

Alls voru 35 lið með á mótinu og þarf að leita býsna langt aftur í tímann til að finna jafn góða þátttöku. Lið frá landsbyggðinni voru auk þess fleiri en yfirleitt áður. Afar ánægjulegt.

Sveit Íslandsmeistara Lindaskóla skipuðu

  1. Sigurður Páll Guðnýjarson
  2. Engilbert Viðar Eyþórsson
  3. Birkir Hallmundarson
  4. Örvar Hólm Brynjarsson

Liðsstjóri var Arnar Milutin Heiðarsson.

Afar hörð barátta var um hin verðlaunasætin í mótinu. Svo fór að Rimaskóli varð í 2. sæti með 21 vinning.

Í 3.-5. sæti með 20,5 v. urðu Smárakóli, Hlíðaskóli og Hvaleyrarskóli. Svo fór að Smáraskóli hlaut bronsið eftir oddastigaútreining.

Brekkuskóli frá Akureyri fékk verðlaun fyrir bestan árangur landbyggðarsveita,

Grunnskóli Grundarfjarðar varð í öðu sæti.

Grunnskólinn á Ísafirði í því þriðja.

Lindaskóli hlaut verðlaun fyrir bestan árangur b-sveita.

Rimaskóli stóð sig best c- sveita.

Rimaskóli stóð sig einnig besta d-sveita.

Lokastaðan á Chess-Results

Eftitaldir hlutu árangursverðlaun á mótinu.

Skáksambandið þakkar liðsstjórum og keppendum frá ákaflega vel heppnað mót. Rimaskóli fær sérstakar þakkir fyrir að lána húsnæðið. Að þessu sinni var teflt í íþróttasalnum og reyndist ekki vanþörf á miðað við frábæra þátttöku á mótinu.

Skákstjórar voru Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, Róbert Lagerman, Daði Ómarsson, Andrey Prudnykov og Elín Edda Jóhannsdóttir.

Beðist er velvirðingar hversu dregist hefur að birta fréttir á mótinu.

Að lokum nokkrar myndir frá vettvangi.