Íslandsmót barnaskólasveita (4.-7. bekkur) fór fram laugardaginn, 13. apríl í Rimaskóla. Svo fór að Lindaskóli vann mótið með fáheyrðum yfirburðum. Sveitin hlaut 31 vinning af 32 mögulegum!
Alls voru 35 lið með á mótinu og þarf að leita býsna langt aftur í tímann til að finna jafn góða þátttöku. Lið frá landsbyggðinni voru auk þess fleiri en yfirleitt áður. Afar ánægjulegt.
Sveit Íslandsmeistara Lindaskóla skipuðu
- Sigurður Páll Guðnýjarson
- Engilbert Viðar Eyþórsson
- Birkir Hallmundarson
- Örvar Hólm Brynjarsson
Liðsstjóri var Arnar Milutin Heiðarsson.
Afar hörð barátta var um hin verðlaunasætin í mótinu. Svo fór að Rimaskóli varð í 2. sæti með 21 vinning.
Í 3.-5. sæti með 20,5 v. urðu Smárakóli, Hlíðaskóli og Hvaleyrarskóli. Svo fór að Smáraskóli hlaut bronsið eftir oddastigaútreining.
Brekkuskóli frá Akureyri fékk verðlaun fyrir bestan árangur landbyggðarsveita,
Grunnskóli Grundarfjarðar varð í öðu sæti.
Grunnskólinn á Ísafirði í því þriðja.
Lindaskóli hlaut verðlaun fyrir bestan árangur b-sveita.
Rimaskóli stóð sig best c- sveita.
Rimaskóli stóð sig einnig besta d-sveita.
Eftitaldir hlutu árangursverðlaun á mótinu.
Skáksambandið þakkar liðsstjórum og keppendum frá ákaflega vel heppnað mót. Rimaskóli fær sérstakar þakkir fyrir að lána húsnæðið. Að þessu sinni var teflt í íþróttasalnum og reyndist ekki vanþörf á miðað við frábæra þátttöku á mótinu.
Skákstjórar voru Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, Róbert Lagerman, Daði Ómarsson, Andrey Prudnykov og Elín Edda Jóhannsdóttir.
Beðist er velvirðingar hversu dregist hefur að birta fréttir á mótinu.
Að lokum nokkrar myndir frá vettvangi.