Aðalfundur SÍ 2024 fór fram í dag í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur. Fundurinn var átakalaus og fór vel fram.
Við upphaf fundar var vel tekið á móti nýju aðildarfélagi, 64 Mislyndir Biskupar. Félagið var samþykkt með einróma lófaklappi. Sjá frétt um stofnun félagsins.
Sjálfkjörið var í stjórn og varastjórn SÍ.
Í nýja stjórn SÍ voru kjörin
- Gunnar Björnsson (forseti)
- Agnar Tómas Möller
- Auðbergur Magnússon
- Daði Ómarsson
- Harpa Ingólfsdóttir
- Helgi Brynjarsson
- Jóhanna Björg Jóhannsdóttir
Daði kemur nýr inn fyrir Stefán Bergsson sem fer í varastjórn. Í varastjórn voru kjörin
- Stefán Bergsson
- Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir
- Harald Björnsson
- Hermann Aðalsteinssonn
Hallgerður, Harald og Hermann koma inn fyrir Arnar Milutin Heiðarsson, Lisseth Acevado Mendez og Tinnu Kristínu Tinnbogadóttur. Þeim er þakkað kærlega fyrir þeirra störf.
Tillaga Braga Halldórsson um Tímaritið Skák kæmi áfram út með Skáksamband Íslands sem útgefenda var samþykkt með þorra atkvæða.
Tillaga Kristjáns Örn Elíassonar og Helga Árnarsonar um að stjórn SÍ drægi til baka kæru sína gegn Héðni Steingrímssyni fyrir Dómstól SÍ var felld með þorra atkvæða gegn þremur atkvæðum.
Aðildargjöld SÍ starfsárið 2023-24 verða 6.000 kr. Þau verða að þessu sinni aðeins rukkuð til þeirra sem tefldu kappskák hérlendis starfsárið 1. september 2023- 31. ágúst 2024 og eru 20 ára eldri. Helmingur að útgefnum aðildargjöldum renna til SÍ en það innheimtist umfram það rennur til taflfélaga viðkomandi félagsmanna.
Helgi Ólafssyni var kærlega þakkað fyrir hans störf en hann lætur brátt af störfum sem sklólastjóri Skákskóla Íslands. Fundarmenn klöppuðu mikið fyrir meistaranum. Fram kom að staðan verði auglýst.