Eftirfarandi upplýsingapóstur var sendur á skákfélög landsins í gær.
———–
Til forsvarsmanna skákfélaga.
Ný stjórn SÍ , sem kjörinn var á aðalfundi SÍ, 8. júní sl., hélt sinn fyrsta stjórnarfund, 20. júní sl.
Fundargerðir stjórnar- og aðalfunda má finna hér: https://skak.is/skaksamband/fundargerdir/
Stjórn SÍ stefnir á að senda reglulega upplýsingapósta. Hér er sá fyrsti á þessu á starfstímabili.
- Staða skólastjóra Skákskóla Íslands auglýst
Helgi Ólafsson hættir störfum 1. ágúst nk. Stjórn SÍ þakkar honum frábært starf og samstarf!
Starfið hefur verið auglýst og er umsóknarfrestur til 15. júlí nk.
Nánari upplýsingar hér: https://skak.is/2024/06/24/starf-skolastjora-skakskola-islands-auglyst-til-umsoknar/
2. Skipting embætta
Ný stjórn SÍ hefur skipt á milli embættum.
- Gunnar Björnsson, forseti
- Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, varaforseti
- Harpa Ingólfsdóttir, gjaldkeri
- Helgi Brynjarsson, ritari
- Daði Ómarsson, æskulýðsfulltrúi
- Agnar Tómas Möller, meðstjórnandi
- Auðbergur Magnússon, meðstjórnandi
Varamenn
- Stefán Bergsson
- Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir
- Harald Björnsson (jafnframt vararitari)
- Hermann Aðalsteinsson
3. Nefndir SÍ
Valdir voru formenn nefnda á vegum SÍ. Þeim er ætlað að manna sína nefndir. Eftirfarandi eru formenn nefnda SÍ starfsárið 2024-25. Þeir sem hafa áhuga að taka þátt í nefndarstarfi geta haft samband við formenn nefnda.
1) Mótanefnd – Gunnar Björnsson
2) Fjárhagsnefnd – Harpa Ingólfsdóttir
3) Landsliðsnefnd – Björn Ívar Karlsson
4) Kvennaskáknefnd – Jóhanna Björg Jóhannsdóttir
5) Æskulýðsnefnd – Daði Ómarsson
6) Skákdómaranefnd – Róbert Lagerman
7) Skákþjálfaranefnd – Stefán Bergsson
8) Öldunganefnd – Áskell Örn Kárason og Bragi Halldórsson
9) Laganefnd: Harald Björnsson
Utan fundar var jafnframt tekin ákvörðun um stofna nefnd um aðildargjöld SÍ og mögulega útfærslu. Hermann Aðalsteinsson veitir henni forstöðu.
4. Mótahald framundan
Mótanefnd SÍ hefur þegar tekið til starfa og stefnir á að skila af sér mótaætlun á næstu vikum. Þegar liggur eftirfarandi fyrir
- Útihraðskákmót (ef veður leyfir- annars innanhúss) í tilefni alþjóðlega skákdagsins (og 100 ára afmæli FIDE), verður haldið 20. júlí nk. Mótið verður hluti af heimsmetstilraun FIDE. Sjá: https://fide.com/news/3076. Nánar kynnt þegar nær dregur
- Íslandsmót skákfélaga, 3.-6. október
- Reykjavíkurskákmótið, 9.-15. apríl.
5. Icelandic Open
Skáksamband Íslands á 100 ára afmæli á næsta ári. Í tilefni þess verður Icelandic Open haldið á afmælisárinu. Ákveðið að Íslandsmótið í skák 2025 – verði Icelandic Open 2025 sem verði haldið í kringum 100 ára afmæli SÍ í júní 2025. Það þýðir að enginn landsliðs- eða áskorendaflokkur verði haldin á næsta ári. Né Íslandsmót kvenna, öldunga (+65) eða ungmenna (u22). Þess í stað verði efsti maður í hverjum flokki á Icelandic Open Íslandsmeistari í viðeigandi flokki.
6. Tímaritið Skák
Tímaritið Skák kemur áfram út. Það var ákveðið á stjórnarfundinum eftir samþykkt aðalfundar. Gauta Páli Jónssyni hefur verið boðið að halda áfram sem ritstjóri.
Kveðja,
Stjórn SÍ